Sátt um auðlindaákvæði fjarlæg 15. mars 2007 06:45 Kristrún heimisdóttir Segir starfslag stjórnarflokkanna ekki til fyrirmyndar. Sérnefnd um stjórnarskrármál hefur frumvarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra til skoðunar, sem kveður á um að náttúruauðlindir landsins skuli vera í þjóðareign. Er frumvarpið merkingarlaust? Eiga pólitískar yfirlýsingar heima í stjórnarskrá? Þessar spurningar voru meðal þeirra sem ræddar voru á fundi í Háskólanum í Reykjavík í gær. „Lagalega gengur það ekki upp að villt og vörslulaus dýr, þar á meðal fiskar, séu undirorpin einhvers konar einstaklingseignarrétti (eða sameignarrétti). Til að eignast villt dýr verður maður fyrst að veiða það. „Sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" á nytjastofnum getur af þessum sökum ekki vísað til „eignar", hvorki eignar einstaklinga né ríkisins [...] Með stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" er boltinn gefinn upp fyrir ágreining og illdeilur, enda getur hver sem er gefið hugtökum sem þessum merkingu af pólitískri vild." Svo segir í grein Skúla Magnússonar héraðsdómara, Auglýst eftir efnislegu inntaki!, sem birtist í Fréttablaðinu 7. mars. Þar færði hann fyrir því rök, í stuttu máli, að auðlindaákvæði sem ríkisstjórnarflokkarnir stefna að því að setja í stjórnarskrána, sé merkingarlaust og til þess fallið að skapa réttaróvissu sem sé óheppileg. „Hefði verið hægt að ná fram sama tilgangi með frumvarpinu, sem stjórnarflokkarnir vildu ná fram, með því að komast undan því að nota hugtakið þjóðareign?" spurði Guðrún Gauksdóttir dósent í inngangserindi sínu á fundinum í gær.Pólitísk stefnuyfirlýsing„Þetta er fyrst og fremst pólitísk stefnuyfirlýsing," sagði Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og einn nefndarmanna í sérnefnd um stjórnarskrármál, í framsöguerindi sínu í gær. „Það er hlutverk þingsins að reyna að lágmarka alla réttaróvissu í tengslum við breytingar á stjórnarskránni, og útrýma henni ef hægt er. Það er að mörgu að hyggja í þessu máli og ég útiloka ekki að frumvarpið taki breytingum áður en það verður samþykkt," sagði Bjarni enn fremur. Hann sagði kjarnann í frumvarpinu vera pólitíska yfirlýsingu um „áréttingu á fullveldisrétti" yfir auðlindum landsins.„Pólitískar yfirlýsingar eiga ekkert erindi í stjórnarskrá," sagði Kristrún Heimisdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd, í erindi sínu. Hún lagði áherslu á að Samfylkingin styddi tillögur sem fram hefðu komið í starfi auðlindanefndar árið 2000 en í starfi þeirrar nefndar kom fram sú stefna að stjórnarskrárfesta þjóðareign á auðlindum og taka upp gjaldtöku fyrir nýtingu, svokallað auðlindagjald.Hún sagðist enn fremur líta svo á að hugtakinu þjóðareign væri gefið efnismeira inntak í tillögum auðlindanefndar heldur en í því frumvarpi sem nú væri til umræðu.„Ég hef ekkert á móti orðinu þjóðareign," sagði Ögmundur Jónasson á fundinum en hann talaði fyrir því að meginreglan ætti að vera sú að auðlindir landsins yrðu nýttar almenningi til hagsbóta, en ekki aðeins örfáum útvöldum. „Það er réttmæt leið og skynsamleg," sagði Ögmundur.Auðlind – nýjar tillögurÝsu og karfa landað Deilt er um hvort hugtakið þjóðareign hafi einhverja merkingu og þá hvort fiskurinn í sjónum geti einhvern tímann orðið í eigu þjóðarinnar.Fréttablaðið/VilhelmEnginn forsögumanna á fundinum gerði hugtakið auðlind að umtalsefni en það þarfnast þó, að mati margra, jafn djúprar lögfræðilegrar umræðu og önnur hugtök sem koma fyrir í auðlindafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Bjarni greindi frá því á fundinum að fram hefði komið hugmynd í nefndarstarfi sérnefndarinnar að fella út orðið þjóðareign.„Nú þegar hefur komið fram hugmynd um að fella út þjóðareignarhugtakið og láta þá eftir standa að náttúruauðlindir landsins eigi að nýta landsmönnum til hagsældar."Ómögulegt starfslagBjarni var ófeiminn við að gagnrýna málsmeðferðina á frumvarpinu og sagði frumvarpið sem nú væri til umræðu málamiðlun. „Heppilegast hefði verið að fjalla um þessi málefni fram og til baka í stjórnarskrárnefndinni og vinna að málinu eftir eðlilegum starfsaðferðum. En málin þróuðust með þessum hætti og það er okkar að vinna hratt og faglega að þessum málum. Það er, eins og ég hef áður sagt, ómöguleg staðreynd að að málinu sé unnið við þessar aðstæður." Kristrún bætti þá við: „Það er ánægjulegt að heyra Bjarna tala um það hreinskilnislega hversu ófaglegt það er af stjórnarflokkunum að kynna þetta frumvarp um stjórnarskrárbreytingu, sem krefst margfalt meiri umræðu en útlit er fyrir að það fái, svo skömmu fyrir þinglok." Langt í land ennÞverpólitísk sátt um frumvarpið er fjarlæg sé mið tekið af þeim sjónarmiðum sem viðraðar voru á fundinum í gær, og ræddar hafa verið á Alþingi síðustu daga. Enn er deilt um merkingu grunnhugtaka í lagatexta, raunverulega þýðingu frumvarpsins og síðast en ekki síst hvort þörf sé fyrir að stjórnarskrárbinda ætlaðar meiningar frumvarpsins. Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Sérnefnd um stjórnarskrármál hefur frumvarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra til skoðunar, sem kveður á um að náttúruauðlindir landsins skuli vera í þjóðareign. Er frumvarpið merkingarlaust? Eiga pólitískar yfirlýsingar heima í stjórnarskrá? Þessar spurningar voru meðal þeirra sem ræddar voru á fundi í Háskólanum í Reykjavík í gær. „Lagalega gengur það ekki upp að villt og vörslulaus dýr, þar á meðal fiskar, séu undirorpin einhvers konar einstaklingseignarrétti (eða sameignarrétti). Til að eignast villt dýr verður maður fyrst að veiða það. „Sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" á nytjastofnum getur af þessum sökum ekki vísað til „eignar", hvorki eignar einstaklinga né ríkisins [...] Með stjórnarskrárákvæði um „sameign þjóðarinnar" eða „þjóðareign" er boltinn gefinn upp fyrir ágreining og illdeilur, enda getur hver sem er gefið hugtökum sem þessum merkingu af pólitískri vild." Svo segir í grein Skúla Magnússonar héraðsdómara, Auglýst eftir efnislegu inntaki!, sem birtist í Fréttablaðinu 7. mars. Þar færði hann fyrir því rök, í stuttu máli, að auðlindaákvæði sem ríkisstjórnarflokkarnir stefna að því að setja í stjórnarskrána, sé merkingarlaust og til þess fallið að skapa réttaróvissu sem sé óheppileg. „Hefði verið hægt að ná fram sama tilgangi með frumvarpinu, sem stjórnarflokkarnir vildu ná fram, með því að komast undan því að nota hugtakið þjóðareign?" spurði Guðrún Gauksdóttir dósent í inngangserindi sínu á fundinum í gær.Pólitísk stefnuyfirlýsing„Þetta er fyrst og fremst pólitísk stefnuyfirlýsing," sagði Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og einn nefndarmanna í sérnefnd um stjórnarskrármál, í framsöguerindi sínu í gær. „Það er hlutverk þingsins að reyna að lágmarka alla réttaróvissu í tengslum við breytingar á stjórnarskránni, og útrýma henni ef hægt er. Það er að mörgu að hyggja í þessu máli og ég útiloka ekki að frumvarpið taki breytingum áður en það verður samþykkt," sagði Bjarni enn fremur. Hann sagði kjarnann í frumvarpinu vera pólitíska yfirlýsingu um „áréttingu á fullveldisrétti" yfir auðlindum landsins.„Pólitískar yfirlýsingar eiga ekkert erindi í stjórnarskrá," sagði Kristrún Heimisdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd, í erindi sínu. Hún lagði áherslu á að Samfylkingin styddi tillögur sem fram hefðu komið í starfi auðlindanefndar árið 2000 en í starfi þeirrar nefndar kom fram sú stefna að stjórnarskrárfesta þjóðareign á auðlindum og taka upp gjaldtöku fyrir nýtingu, svokallað auðlindagjald.Hún sagðist enn fremur líta svo á að hugtakinu þjóðareign væri gefið efnismeira inntak í tillögum auðlindanefndar heldur en í því frumvarpi sem nú væri til umræðu.„Ég hef ekkert á móti orðinu þjóðareign," sagði Ögmundur Jónasson á fundinum en hann talaði fyrir því að meginreglan ætti að vera sú að auðlindir landsins yrðu nýttar almenningi til hagsbóta, en ekki aðeins örfáum útvöldum. „Það er réttmæt leið og skynsamleg," sagði Ögmundur.Auðlind – nýjar tillögurÝsu og karfa landað Deilt er um hvort hugtakið þjóðareign hafi einhverja merkingu og þá hvort fiskurinn í sjónum geti einhvern tímann orðið í eigu þjóðarinnar.Fréttablaðið/VilhelmEnginn forsögumanna á fundinum gerði hugtakið auðlind að umtalsefni en það þarfnast þó, að mati margra, jafn djúprar lögfræðilegrar umræðu og önnur hugtök sem koma fyrir í auðlindafrumvarpi ríkisstjórnarflokkanna. Bjarni greindi frá því á fundinum að fram hefði komið hugmynd í nefndarstarfi sérnefndarinnar að fella út orðið þjóðareign.„Nú þegar hefur komið fram hugmynd um að fella út þjóðareignarhugtakið og láta þá eftir standa að náttúruauðlindir landsins eigi að nýta landsmönnum til hagsældar."Ómögulegt starfslagBjarni var ófeiminn við að gagnrýna málsmeðferðina á frumvarpinu og sagði frumvarpið sem nú væri til umræðu málamiðlun. „Heppilegast hefði verið að fjalla um þessi málefni fram og til baka í stjórnarskrárnefndinni og vinna að málinu eftir eðlilegum starfsaðferðum. En málin þróuðust með þessum hætti og það er okkar að vinna hratt og faglega að þessum málum. Það er, eins og ég hef áður sagt, ómöguleg staðreynd að að málinu sé unnið við þessar aðstæður." Kristrún bætti þá við: „Það er ánægjulegt að heyra Bjarna tala um það hreinskilnislega hversu ófaglegt það er af stjórnarflokkunum að kynna þetta frumvarp um stjórnarskrárbreytingu, sem krefst margfalt meiri umræðu en útlit er fyrir að það fái, svo skömmu fyrir þinglok." Langt í land ennÞverpólitísk sátt um frumvarpið er fjarlæg sé mið tekið af þeim sjónarmiðum sem viðraðar voru á fundinum í gær, og ræddar hafa verið á Alþingi síðustu daga. Enn er deilt um merkingu grunnhugtaka í lagatexta, raunverulega þýðingu frumvarpsins og síðast en ekki síst hvort þörf sé fyrir að stjórnarskrárbinda ætlaðar meiningar frumvarpsins.
Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira