Ekki stjórnvalda að breyta ákvörðun Hafnfirðinga 19. mars 2007 18:30 Það er Hafnfirðinga að taka ákvörðun um hvort að stækkun álversins í Straumsvík verður eða ekki, en ekki stjórnvalda, jafnvel þótt flokkar sem boða stöðvun eða frestun stóriðjuframkvæmda kæmust til valda, að mati bæjarstjórans í Hafnarfirði. Hagfræðistofnun metur hag Hafnfirðinga af stækkun á bilinu 3,4 til 4,7 milljarða króna á núvirði næstu fimmtíu árin samkvæmt nýrri skýrslu stofnunarinnar. Það voru bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sem óskuðu eftir skýrslu Hagfræðistofnunar sem innlegg í umræðuna fyrir Hafnfirðinga, þegar þeir ákveða hinn 31. mars hvort stækka eigi álverið í Straumsvík eða ekki. Í skýrslunni sem kynnt var í dag er gert ráð fyrir að stækkað álver taki til starfa árið 2014 og starfi í 50 ár. Ábatinn er reiknaður af stækkuninni eingöngu og hver hann yrði miðað við að önnur almenn fyrirtækjastarfsemi færi fram á svæðinu. Hagfræðistofnun telur að tekjuaukinn verði 3,4 - 4,7 milljarðar á tímabilinu. Ef álverið myndi hins vegar hætta starfsemi árið 2014, yrði tekjutap bæjarins um 600 milljónir króna, aðallega vegna minni úsvarstekna. Tekjur af stækkuðu álveri verða mestar af fasteignasköttum og hafnargjöldum en fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að tekjuaukinn, upp á 560 milljónir á ári, svari til 92 prósenta af öllum fasteignasköttum heimila í bænum og 70 prósenta af fasteignaskatti fyrirtækja. Í skýrslunni er ekki tekið tillit til þjóðarhags, það er eingöngu horft til hagsmuna Hafnfirðinga í þessari skýrslu, og það er heldur ekki tekið tillit til ýmiss kostnaðar vegna umhverfismála. "Þó svo að ekki sé þarna metinn beint þessi kostnaður, þá mætti segja sem svo að Hafnfirðingar hafi þarna upplýsingar um það hve mikið umhverfið mætti kosta ef svo mætti að orði komast," segir Gunnar Haraldsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í landsmálum hafa ýmist boðað stöðvun eða frestun stóriðjuframkvæmda komist þeir til valda eftir kosningar. Að mati bæjarstjórans í Hafnarfirði geta stjórnvöld þetta ekki án þess að ganga frá samkomulagi við álverið um þá hluti. Það liggi fyrir gerðir samningar varðandi raforkumál, hugsanlega deiliskipulag og starfsleyfi ásamt umhverfismati. "Þannig að ég skil nú ekki alveg þessa umræðu þegar menn halda því blákalt fram að það sé hægt að leggja fram einhverja einhliða ákvörðun um stöðvun eða frestun á slíkum málum. Það hlýtur að þurfa að ganga frá því með formlegu samkomulagi," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Þannig að þetta eru innihaldslausar yfirlýsingar? "Ég alla vega get ekki séð annað en menn hljóti að þurfa að koma fleiri en einn aðili að slíku máli, ef menn ætðuðu að fara að ræða það í einhverri alvöru," segir bæjarstjórinn. Það skipti máli eins og rætt hafi verið, að það sé vilji íbúanna í Hafnarfirði, í þeirri lýðræðislegu kosningu sem fram fari eftir tíu daga sem eigi að ráða því hvernig á því máli verði haldið. Það liggi ljóst fyrir. "Það er okkar hér í Hafnarfirði að taka ákvörðun í þessu máli," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Það er Hafnfirðinga að taka ákvörðun um hvort að stækkun álversins í Straumsvík verður eða ekki, en ekki stjórnvalda, jafnvel þótt flokkar sem boða stöðvun eða frestun stóriðjuframkvæmda kæmust til valda, að mati bæjarstjórans í Hafnarfirði. Hagfræðistofnun metur hag Hafnfirðinga af stækkun á bilinu 3,4 til 4,7 milljarða króna á núvirði næstu fimmtíu árin samkvæmt nýrri skýrslu stofnunarinnar. Það voru bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sem óskuðu eftir skýrslu Hagfræðistofnunar sem innlegg í umræðuna fyrir Hafnfirðinga, þegar þeir ákveða hinn 31. mars hvort stækka eigi álverið í Straumsvík eða ekki. Í skýrslunni sem kynnt var í dag er gert ráð fyrir að stækkað álver taki til starfa árið 2014 og starfi í 50 ár. Ábatinn er reiknaður af stækkuninni eingöngu og hver hann yrði miðað við að önnur almenn fyrirtækjastarfsemi færi fram á svæðinu. Hagfræðistofnun telur að tekjuaukinn verði 3,4 - 4,7 milljarðar á tímabilinu. Ef álverið myndi hins vegar hætta starfsemi árið 2014, yrði tekjutap bæjarins um 600 milljónir króna, aðallega vegna minni úsvarstekna. Tekjur af stækkuðu álveri verða mestar af fasteignasköttum og hafnargjöldum en fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að tekjuaukinn, upp á 560 milljónir á ári, svari til 92 prósenta af öllum fasteignasköttum heimila í bænum og 70 prósenta af fasteignaskatti fyrirtækja. Í skýrslunni er ekki tekið tillit til þjóðarhags, það er eingöngu horft til hagsmuna Hafnfirðinga í þessari skýrslu, og það er heldur ekki tekið tillit til ýmiss kostnaðar vegna umhverfismála. "Þó svo að ekki sé þarna metinn beint þessi kostnaður, þá mætti segja sem svo að Hafnfirðingar hafi þarna upplýsingar um það hve mikið umhverfið mætti kosta ef svo mætti að orði komast," segir Gunnar Haraldsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í landsmálum hafa ýmist boðað stöðvun eða frestun stóriðjuframkvæmda komist þeir til valda eftir kosningar. Að mati bæjarstjórans í Hafnarfirði geta stjórnvöld þetta ekki án þess að ganga frá samkomulagi við álverið um þá hluti. Það liggi fyrir gerðir samningar varðandi raforkumál, hugsanlega deiliskipulag og starfsleyfi ásamt umhverfismati. "Þannig að ég skil nú ekki alveg þessa umræðu þegar menn halda því blákalt fram að það sé hægt að leggja fram einhverja einhliða ákvörðun um stöðvun eða frestun á slíkum málum. Það hlýtur að þurfa að ganga frá því með formlegu samkomulagi," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Þannig að þetta eru innihaldslausar yfirlýsingar? "Ég alla vega get ekki séð annað en menn hljóti að þurfa að koma fleiri en einn aðili að slíku máli, ef menn ætðuðu að fara að ræða það í einhverri alvöru," segir bæjarstjórinn. Það skipti máli eins og rætt hafi verið, að það sé vilji íbúanna í Hafnarfirði, í þeirri lýðræðislegu kosningu sem fram fari eftir tíu daga sem eigi að ráða því hvernig á því máli verði haldið. Það liggi ljóst fyrir. "Það er okkar hér í Hafnarfirði að taka ákvörðun í þessu máli," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira