Innlent

Tekjur af vændi skattlagðar

Litið verður til danskra laga þegar kemur að því að heimta skatt af vændi. Með lagabreytingum sem gerðar voru á þingi um helgina varð löglegt að stunda vændi. Því er nauðsynlegt að greiða skatt af slíkri starfsemi. Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, segir að í Danmörku sé virðisauki af tekjum fólks í vændi um 24 prósent og líklegt að sama stefna verði tekin hér þó enn liggi það ekki ljóst fyrir.

Steinþór bendir á að margt í þessu máli geti verið flókið og bendir á nýlegan danskan dóm þar sem vændiskona fékk hluta af kostnaði við brjóstastækkun endurgreiddan þar sem sýnt þótti að það félli undir rekstrarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×