Innlent

Loðnuskip finna ekkert nema síld

Loðnuskipin, sem enn leita að loðnu eftir að kvótinn var aukinn, finna ekkert nema síld, og línubátar, sem eru að verða búnir með þorskkvóta sína og leita nú dauðaleit að öðrum tegundum, fá ekkert nema þorsk.

Engin loðna finst á miðunum vestur af landinu, þrátt fyrir ítarlega leit loðnuskipanna. Þau finna hinsvegar mikið af síld, en hana vill engin veiða á þessum árstíma. Það lofar hinsvegar góðu fyrir síldveiðar í haust. Bætt var við loðnukvótann fyrir rúmri viku og fengu nokkur skip afla, þar til óveður stöðvaði veiðar í nokkra daga.

Þegar veður gekk niður í gærmorgun og leit hófst á ný, var loðnan hinsvegar horfin og eru sjómenn vondaufir um að meira sjáist til hennar á þessari vertíð.

Eins og við höfum greint frá hefur þorskveiði verið óvenju góð í vetur þannig að margir bátar eru að verða búnir eða eru þegar búnir með þorskkvóta sína, en eiga eftir kvóta í örðum tegundum. Sjómenn þessara báta leita nú logandi ljósi að þeim tegundum, en finna nánast ekkert annað en meiri þorsk, sem þeir mega ekki veiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×