Innlent

Íslenskir karlmenn þeir fjölskylduvænstu í Evrópu

Íslenskir karlmenn eru þeir fjölskylduvænstu í Evrópu, samkvæmt nýrri könnun. Fimmtungur kvenna er nú með hærri tekjur en eiginmenn þeirra.

Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu flutti þessi gleðilegu tíðindi á fyrirlestri í Háskólanum á Akureyri í dag. Samevrópsk könnun sýnir að karlarnir hér á landi njóta sérstöðu.

Þetta kemur sérfræðingnum nokkuð á óvart í því vinnulúna andrúmslofti sem hér þekkist. Það er talið skipta máli í þessu samhengi að kjaraumhverfi ísenskra kvenna fer batnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×