Innlent

Baráttan hafi á vissan hátt verið ósanngjörn

Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði þegar nýjustu tölur voru ljósar, þar sem meirihluti Hafnfirðinga er enn á mót stækkun álversins, að hún væri ekki búin að gefa upp alla von. Eftir ætti að telja utankjörfundaratkvæði og staðan gæti því breyst.

Hún ýjaði að því að öfl hefðu beitt sér gegn Alcan í aðdraganda kosninganna og sagði að baráttan hefði á vissan hátt verið ósanngörn. Enn fremur sagði hún að aðilar málsins hefðu ekki haft jafnan aðgang að fjölmiðlum.

Spurð um framtíð álversins sagði Rannveig að raforkusamningur Alcan rynni út 2014 og ekki þýddi fyrir stórt álfyrirtæki að vera með 50 ára gamla verksmiðju í baráttunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×