Innlent

Sex þúsund fleiri karlar en konur í landinu

Alls voru nærri 310 þúsund íbúar í landinu þann 1. apríl síðastliðinn samkvæmt áætlunum Hagstofu Íslands. Hefur þeim því fjölgað um rúmlega tvö þúsund frá áramótum en þá voru þeir nærri 308 þúsund. 158 þúsund karlar eru í landinu 152 þúsund konur.

Þá leiða tölur Hagstofunnar í ljós að Reykvíkingar voru rúmlega 117 þúsund um mánaðamótin og þá voru Kópavogsbúar nærri 28 þúsund og Hafnfirðingar rúmlega 24 þúsund. Fjórða fjölmennasta sveitarfélagið er svo Akureyri með nærri 17 þúsund íbúa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×