Erlent

Ungir Danir falla á ríkisborgaraprófi -vilt þú reyna ?

Óli Tynes skrifar

Tuttugu og tvö prósent Dana á aldrinum 18-25 ára falla á prófi sem innflytjendur þurfa að standast til þess að fá ríkisborgararétt. Leitað var til meira en 7000 Dana á þessum aldri og prófspurningarnar lagðar fyrir þá. Spurningarnar eru 40 talsins og menn þurfa að svara minnst 28 rétt til þess að standasst prófið.

Meðal þess sem spurt er um: Hvenær slitu Íslendingar sig úr sambandi við Danmörku ? Hvað eru mörg héruð í Danmörku ? Hversu lengi má hafa mann í varðhaldi áður en mál hans kemur fyrir dómara? Hvenær urðu Danir evrópumeistarar í fótbolta ? Fyrir hvað fékk Niels Bohr nóbelsverðlaun árið 1922 ? Hvaða trú innleiddi Haraldur blátönn um 900 ? Hvað er átt við þegar talað er um blómabörn ? Hvaða land gerði stórskotaliðsárás á Kaupmannahöfn árið 1807.

Þessi fréttamaður tók ríkisborgaraprófið á heimasíðu Jótlandspóstsins og svaraði 33 spurningum rétt. Það eru raunar liðin nokkur ár síðan hann var 18 ára. Þeir sem hafa áhuga á að þreyta þetta próf geta smellt á þessa tengingu við Jyllandspostan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×