Innlent

Ólafur Ragnar semur kennsluefni

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.

Fyrirlestur sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í Harvard háskóla verður notaður sem kennsluefni í á annað hundrað háskólum víða um heim. Gamli stjórnmálafræðiprófessorinn er því enn að semja kennsluefni.

Ólafur Ragnar Grímsson var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1970 og prófessor þremur árum síðar. Til ársins 1988 tók hann þátt í að móta kennslu og stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði við háskólann.

Ólafur er ekki hættur að semja kennsluefni því fyrirlestur sem hann flutti við Harvard háskóla verður hluti af kennsluefni háskólans ásamt innleggi nemenda og kennara. Fyrirlesturinn bar heitið The Challenges of Climate Changes: Iceland - a Loboratory for Global Solutions, eða Áskoranir loftlagsbreytinga - Ísland tilraunastofa heimsins. Kennsluefnið verður notað í eitt hundrað til tvö hundruð háskólum um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×