Launaleynd afnumin í þágu jafnréttis 15. apríl 2007 08:30 Ingibjörg Sólrún segir mikilvæg mannréttindi að hafa leyfi til þess að segja frá launum sínum. Með því að meina fólki það sé verið að brjóta á því. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sem var meðal þátttakenda í umræðu um jafnréttismál á landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll í gær, sagði það afdráttarlausa skoðun sína að afnema bæri launaleynd. Það gæti stuðlað að jafnrétti og leitt til jákvæðra breytinga í launaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Í stjórnmálaályktun landsfundarins lýsti flokkurinn yfir skýrum pólitískum vilja til að útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála. „Það skiptir verulegu máli að fólk hafi leyfi til þess að segja frá launum sínum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Með því að meina fólki það er verið að brjóta á því. Þetta er mannréttindamál.“ Hún segir sérstaklega mikilvægt fyrir konur að hafa þennan samanburð svo þær geti vitað hvað karlmenn sem starfa við hlið þeirra séu með í laun. „Það er vitað mál að konur eru almennt lægra launaðar en karlar.“ Í stjórnmálaályktuninni segir einnig að Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd á landsfundinum. Allsherjarnefnd Samfylkingarinnar samþykkti tillögu um að drög að ályktunum um flutning flugvallarins verði vísað til samgöngunefndar flokksins til umræðu síðar á árinu. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, lagði til að umræðum um flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga yrði frestað. Hún sagðist ekki telja flokkinn tilbúinn í alvarlegar umræður um málið og að hann ætti að gefa sér næstu fjögur ár í að ræða það betur. Málið var ekki hluti af stjórnmálaályktun flokksins. Ársreikningar flokksins voru einnig samþykktir með rúmlega 63 milljóna króna afgangi. Rúmlega 1.400 manns voru skráðir til þátttöku á fundinum, sem lauk seinnipartinn í gær. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sem var meðal þátttakenda í umræðu um jafnréttismál á landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll í gær, sagði það afdráttarlausa skoðun sína að afnema bæri launaleynd. Það gæti stuðlað að jafnrétti og leitt til jákvæðra breytinga í launaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Í stjórnmálaályktun landsfundarins lýsti flokkurinn yfir skýrum pólitískum vilja til að útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála. „Það skiptir verulegu máli að fólk hafi leyfi til þess að segja frá launum sínum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Með því að meina fólki það er verið að brjóta á því. Þetta er mannréttindamál.“ Hún segir sérstaklega mikilvægt fyrir konur að hafa þennan samanburð svo þær geti vitað hvað karlmenn sem starfa við hlið þeirra séu með í laun. „Það er vitað mál að konur eru almennt lægra launaðar en karlar.“ Í stjórnmálaályktuninni segir einnig að Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd á landsfundinum. Allsherjarnefnd Samfylkingarinnar samþykkti tillögu um að drög að ályktunum um flutning flugvallarins verði vísað til samgöngunefndar flokksins til umræðu síðar á árinu. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, lagði til að umræðum um flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga yrði frestað. Hún sagðist ekki telja flokkinn tilbúinn í alvarlegar umræður um málið og að hann ætti að gefa sér næstu fjögur ár í að ræða það betur. Málið var ekki hluti af stjórnmálaályktun flokksins. Ársreikningar flokksins voru einnig samþykktir með rúmlega 63 milljóna króna afgangi. Rúmlega 1.400 manns voru skráðir til þátttöku á fundinum, sem lauk seinnipartinn í gær.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira