Launaleynd afnumin í þágu jafnréttis 15. apríl 2007 08:30 Ingibjörg Sólrún segir mikilvæg mannréttindi að hafa leyfi til þess að segja frá launum sínum. Með því að meina fólki það sé verið að brjóta á því. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sem var meðal þátttakenda í umræðu um jafnréttismál á landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll í gær, sagði það afdráttarlausa skoðun sína að afnema bæri launaleynd. Það gæti stuðlað að jafnrétti og leitt til jákvæðra breytinga í launaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Í stjórnmálaályktun landsfundarins lýsti flokkurinn yfir skýrum pólitískum vilja til að útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála. „Það skiptir verulegu máli að fólk hafi leyfi til þess að segja frá launum sínum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Með því að meina fólki það er verið að brjóta á því. Þetta er mannréttindamál.“ Hún segir sérstaklega mikilvægt fyrir konur að hafa þennan samanburð svo þær geti vitað hvað karlmenn sem starfa við hlið þeirra séu með í laun. „Það er vitað mál að konur eru almennt lægra launaðar en karlar.“ Í stjórnmálaályktuninni segir einnig að Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd á landsfundinum. Allsherjarnefnd Samfylkingarinnar samþykkti tillögu um að drög að ályktunum um flutning flugvallarins verði vísað til samgöngunefndar flokksins til umræðu síðar á árinu. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, lagði til að umræðum um flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga yrði frestað. Hún sagðist ekki telja flokkinn tilbúinn í alvarlegar umræður um málið og að hann ætti að gefa sér næstu fjögur ár í að ræða það betur. Málið var ekki hluti af stjórnmálaályktun flokksins. Ársreikningar flokksins voru einnig samþykktir með rúmlega 63 milljóna króna afgangi. Rúmlega 1.400 manns voru skráðir til þátttöku á fundinum, sem lauk seinnipartinn í gær. Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sem var meðal þátttakenda í umræðu um jafnréttismál á landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll í gær, sagði það afdráttarlausa skoðun sína að afnema bæri launaleynd. Það gæti stuðlað að jafnrétti og leitt til jákvæðra breytinga í launaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Í stjórnmálaályktun landsfundarins lýsti flokkurinn yfir skýrum pólitískum vilja til að útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála. „Það skiptir verulegu máli að fólk hafi leyfi til þess að segja frá launum sínum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Með því að meina fólki það er verið að brjóta á því. Þetta er mannréttindamál.“ Hún segir sérstaklega mikilvægt fyrir konur að hafa þennan samanburð svo þær geti vitað hvað karlmenn sem starfa við hlið þeirra séu með í laun. „Það er vitað mál að konur eru almennt lægra launaðar en karlar.“ Í stjórnmálaályktuninni segir einnig að Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd á landsfundinum. Allsherjarnefnd Samfylkingarinnar samþykkti tillögu um að drög að ályktunum um flutning flugvallarins verði vísað til samgöngunefndar flokksins til umræðu síðar á árinu. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, lagði til að umræðum um flutning framhaldsskóla til sveitarfélaga yrði frestað. Hún sagðist ekki telja flokkinn tilbúinn í alvarlegar umræður um málið og að hann ætti að gefa sér næstu fjögur ár í að ræða það betur. Málið var ekki hluti af stjórnmálaályktun flokksins. Ársreikningar flokksins voru einnig samþykktir með rúmlega 63 milljóna króna afgangi. Rúmlega 1.400 manns voru skráðir til þátttöku á fundinum, sem lauk seinnipartinn í gær.
Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira