Enski boltinn

Ferguson: Ég þurfti að sannfæra Ronaldo

Ronaldo og Rooney eru perluvinir þó kastast hafi í kekki milli þeirra sem andstæðinga á HM í sumar
Ronaldo og Rooney eru perluvinir þó kastast hafi í kekki milli þeirra sem andstæðinga á HM í sumar NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson greindi frá því í samtali við breska blaðið News of the World um helgina að hann hafi flogið sérstaklega til Portúgal eftir HM í sumar til að sannfæra vængmanninn Cristiano Ronaldo um að það væri í lagi að snúa aftur til Englands. Ronaldo var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum enska landsliðsins eftir að Portúgalar slógu þá úr keppni á HM.

Stuðningsmenn enska liðsins vildu margir meina að Ronaldo hefði hvatt dómara leiks Englendinga og Portúgala að reka félaga hans Wayne Rooney af velli og óttaðist leikmaðurinn framtíð sína á Englandi.

"Ég varð að fljúga til Portúgal og sannfæran hann um að vera áfram. Hann óttaðist mjög viðbrögð enskra eftir uppákomuna á HM. Ég sagði honum að hafa engar áhyggjur, ensku stuðningsmennirnir myndu vissulega láta hann heyra það - en þeir myndu ekki ráðast á hann úti á götu. Ég held að þetta hafi hjálpað ákvörðun hans um að snúa aftur," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×