Innlent

Stórbruni í hjarta borgarinnar

Eins og sést á horfir slökkviliðið fram á gríðarmikið verkefni.
Eins og sést á horfir slökkviliðið fram á gríðarmikið verkefni. MYND/Stöð 2
Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld sem kom upp í húsi á horni Lækjargötu og Austurstrætis þar sem Kebab-húsið er meðal annars. Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan tvö og segir slökkviliðið að eldur sé í þaki og steypu og um mikið verk virðist að ræða.

Slökkvilið segir engar fregnir hafa borist af því að einhver sé inni í húsinu. Erfitt sé að eiga við eldinn þar sem húsið sé gamalt og að mestu leyti úr timbri.

Sjónarvottar sem fréttastofa Vísis ræddi við segja mikinn reyk leggja frá húsinu og að fólk í nærliggjandi húsum hafi komið sér út. Nýjust fregnir herma að eldurinn standi upp úr þakingu og er er talin hætta á að hann berist í næstu hús. Leggur slökkvilið mikið upp úr því að reyna að koma í veg fyrir það.

Húsið á horni Austurstrætis og Lækjargötu er fyrsta húsið sem skipulagt var á horni en það vel yfir hundrað ára gamalt.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×