Innlent

Húsnæði Iðu fullt af reyk

Mikinn reyk leggur frá brennandi húsunum.
Mikinn reyk leggur frá brennandi húsunum. MYND/Stöð 2

Mikill reykur er inni í húsnæði Iðu sem stendur við hlið Café Óperu. Að sögn eiganda er ekki vitað hversu miklar skemmdir hafa orðið á húsnæðinu en það er nú úr allri eldhættu. Töluvert af fólki var inni í Iðu þegar vart varð við eldinn við hliðiná en vel gekk að tæma húsið.

„Húsið er fullt af reyk en úr allri hættu. Það eru þykkir eldvarnarveggir sem aðskilja það frá Café Óperu," segir Arndís Sigurgeirsdóttir, eigandi Iðu.

Töluvert af fólki var inni í Iðu þegar vart varð eldinn við hliðiná og var strax hafist handa við að tæma húsið. Að sögn Arndísar gekk það hratt og vel fyrir sig. Hún segir erfitt að meta mögulegar skemmdir enda hefur byggingin verið lokuð frá því slökkvistarf hófst í miðbænum.

„Það er erfitt að meta það núna hvort það hafi orðið einhverjar skemmdir vegna reyksins. Við munum skoða þetta betur í kvöld þegar við fáum að fara inn."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×