Innlent

Verður að endurreisa götumyndina sem fyrst

MYND/Stöð 2

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist vilja byrja sem fyrst á því að endurreisa götumyndina í miðbænum eftir brunann á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Í samtali við Stöð 2 sagði Vilhjálmur lögreglu og slökkvilið hafa staðið sig vel í aðgerðunum.

Það væri dapurlegt að horfa upp á eina elstu götumynd borgarinnar brenna. Það kæmi hins vegar dagur eftir þennan dag og hann vildi ráðast sem fyrst í að endurreisa borgarmyndina. Það yrði að vera samstarfsverkefni eigenda hússins og borgaryfirvalda. „Þetta sár má ekki vera lengi í hjarta borgarinnar," sagði Vilhjálmur.

Aðspurður um hvernig hann hefði frétt af brunanum sagði Vilhjálmur að hann hefði verið á blaðamannafundi vegna Smáþjóðaleikanna sem halda ætti í borginni í sumar. Hann hafi verið á leið á fund með slökkvilisstjóra þegar hann hafi fengið tíðindin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×