Innlent

Ný ríkisstjórn getur ógilt varnarsamninginn við Noreg án skaða

MYND/Brink

Ný ríkisstjórn getur fallið frá samningi Íslands og Noregs um samstarf í varnar- og öryggismálum án mikils skaða að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann hefur boðað harðorða bókun gegn samninginum í utanríkismálanefnd Alþingis.

„Ný stjórnvöld geta aftengt þetta mál ef svo sýnist án mikils skaða," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi.„Þetta samkomulag er ekki þjóðréttarlega bindandi plagg þó vissulega séu gefin í því fyrirheit og vilyrði sem menn myndu telja að gætu verið bindandi."

Steingrímur segist vera bundinn trúnaði varðandi innihalds samningsins en hann var kynntur fyrir utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Hann hefur boðað harorða bókun gegn samninginum um leið og trúnaðinum verður aflétt eftir undirritun á morgun. „Ég er ósammála því að þetta sé meðhöndlað sem ríkisleyndarmál. Það væri heiðarlegra að málin væru kynnt fyrir þjóðinni áður en allt er um garð gengið."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×