Kirkjan gengur ekki í takt með þjóðinni 26. apríl 2007 19:24 Fáránlegt er að halda því fram að íslenska þjóðkirkjan hefði sagt sig úr lögum við aðrar kirkjur hefði hún heimilað samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta segir prestur sem telur kirkjuna ekki ganga í takt með þjóðinni. Þegar greidd voru atkvæði um hvort leyfa ætti samkynhneigðum að ganga í hjónaband á Prestastefnunni á Húsavík í gær sögðu 66 nei en 22 já. Óskar H. Óskarsson prestur í Akureyrarkirkju er afar ósáttur við niðurstöðu gærdagsins.Hann segir niðurstöðuna vonbrigði. Þeir sem vilja hag samkynhneigðra sem mestan fóru fram á að atkvæðagreiðslan yrði leynileg en því var hafnað. Óskar telur ekki ólíklegt að fleiri hefðu sagt já í gær ef atkvæði hvers og eins hefði ekki verið opinbert. Hann segir marga hafa viljað leynilega kosningu þar sem þetta væri viðkvæmt mál og fólk ekki tilbúið að segja hvar það standi. Á það var ekki fallist.„Ég tel að það hafi skipt máli, þótt það hafi kannski ekki verið úrslitaatriði," sagði Óskar og bætti við „Við erum enn að takast á um þetta innan stéttarinnar og það er viðkvæmt að segja sína skoðun." Kirkjan er því klofin í tvennt í þessu máli. En hvað segir séra Óskar um þau rök sem komið hafa frá öðrum prestum um að íslenska þjóðkirkjan hefði brotið lög við aðrar kirkjur hefði hún sagt já við hjónabandi samkynhneigðra?Þótt friðsælt hafi verið á yfirborðinu þegar prestar komu saman í Húsavíkurkirkju, mun það ekki hafa verið raunin þegar prestar kusu um þetta efni. Menn telja að fordómar hafi fengið að vaða uppi hjá sumum og það hafi verið ástæða þess að fjölmiðlum hafi ekki verið hleypt að samkomunni. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Fáránlegt er að halda því fram að íslenska þjóðkirkjan hefði sagt sig úr lögum við aðrar kirkjur hefði hún heimilað samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þetta segir prestur sem telur kirkjuna ekki ganga í takt með þjóðinni. Þegar greidd voru atkvæði um hvort leyfa ætti samkynhneigðum að ganga í hjónaband á Prestastefnunni á Húsavík í gær sögðu 66 nei en 22 já. Óskar H. Óskarsson prestur í Akureyrarkirkju er afar ósáttur við niðurstöðu gærdagsins.Hann segir niðurstöðuna vonbrigði. Þeir sem vilja hag samkynhneigðra sem mestan fóru fram á að atkvæðagreiðslan yrði leynileg en því var hafnað. Óskar telur ekki ólíklegt að fleiri hefðu sagt já í gær ef atkvæði hvers og eins hefði ekki verið opinbert. Hann segir marga hafa viljað leynilega kosningu þar sem þetta væri viðkvæmt mál og fólk ekki tilbúið að segja hvar það standi. Á það var ekki fallist.„Ég tel að það hafi skipt máli, þótt það hafi kannski ekki verið úrslitaatriði," sagði Óskar og bætti við „Við erum enn að takast á um þetta innan stéttarinnar og það er viðkvæmt að segja sína skoðun." Kirkjan er því klofin í tvennt í þessu máli. En hvað segir séra Óskar um þau rök sem komið hafa frá öðrum prestum um að íslenska þjóðkirkjan hefði brotið lög við aðrar kirkjur hefði hún sagt já við hjónabandi samkynhneigðra?Þótt friðsælt hafi verið á yfirborðinu þegar prestar komu saman í Húsavíkurkirkju, mun það ekki hafa verið raunin þegar prestar kusu um þetta efni. Menn telja að fordómar hafi fengið að vaða uppi hjá sumum og það hafi verið ástæða þess að fjölmiðlum hafi ekki verið hleypt að samkomunni.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira