Siv strunsar framhjá sjónvarpsmyndavélinni 26. apríl 2007 19:07 Siv Friðleifsdóttir forðast að tjá sig um hvort hún sé sátt við stjórnarformannsskiptin í Landsvirkjun. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hafnar því að málið tengist átökum í flokknum heldur hafi ráðið það sjónarmið að heppilegt sé með stjórnir og ráð að skipta með hæfilegum fresti. Eftir að Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafði stýrt sínum síðasta stjórnarfundi í Landsvirkjun í dag var aðalfundur settur þar sem fulltrúi fjármálaráðherra, Baldur Guðlaugsson, kynnti nýja stjórn og þar með var Jóhannes Geir settur út í kuldann. Hann kveðst hafa viljað sitja ár í viðbót og viljað ljúka Kárahnjúkaverkefninu fram yfir gangsetningu virkjunarinnar. Hann kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvers vegna hann er látinn hætta sem stjórnarformaður Landsvirkjunar. Jóhannes Geir var ekki fyrr farinn út af fundi en Páll Magnússon gekk inn til að sitja fyrsta fund nýkjörinnar stjórnar þar sem hann var kjörinn formaður. Nýr stjórnarformaður segist hafa það vegarnesti sem framsóknarmaður að Landsvirkjun verði áfram í eigu ríkisins.Nýr stjórnarformaður segist hafa það vegarnesti sem framsóknarmaður að Landsvirkjun verði áfram í eigu ríkisins.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að menn hafi ekki verið að kasta út stjórnarformanni. Menn hefðu einfaldlega rætt það að nú væri ástæða til að skipta út, eftir rúman áratug. Það væri þannig með stjórnir, nefndir og ráð að það væri heppilegt að skipta með hæfilegum og skynsamlegum fresti.Heimildarmenn Stöðvar tvö segja að Siv Friðleifsdóttir hafi lent í orðasennu við bæði formann og varaformann flokksins vegna málsins í fyrradag. Þegar Stöð tvö náði tali af Siv, á göngu á leið á ársfund Landspítala háskólasjúkrahúss í dag, kvaðst hún ekkert vilja tjá sig um stjórnarformannsskiptin. Jón Sigurðsson héldi á þessu máli og það væri afgreitt. Það væri í ágætis farvegi og hún hefði engar áhyggjur af því. Spurð hvort hún væri sátt með hvernig farið hefði verið með Jóhannes Geir ítrekaði hún að að þetta væri afgreitt mál. Spurð hvort hún hefði gert athugasemdir við aðra ráðherra flokksins vegna málsins ítrekaði Siv enn og aftur, um leið og hún strunsaði í burtu frá sjónvarpsmyndavélinni, að málið væri afgreitt og Jón héldi á málinu og þetta væri ekkert til þess að hafa áhyggjur af.Menn rifja upp hörð átök innan Framsóknarflokksins fyrir þremur árum þar sem Siv og Páll Magnússon voru taldir andstæðir pólar. Frami Páls nú er því ekki talinn Siv að skapi.Jón Sigurðsson kveðst hins vegar ekki skynja ólgu innan flokksins vegna málsins og ekki hafa neinar fréttir af slíku. Hann geri sér þó grein fyrir að það geti verið mismunandi skoðanir á mikilvægum stjórnarpóstum í samfélaginu. Hann hefði þurft að velja í þetta starf sérstaklega með tilliti til þarfa og hagsmuna Landsvirkjunar og orkugeirans. Maðurinn sem nú hefði orðið fyrir valinu væri mjög reyndur og kunnugur á þessum vettvangi og hann treystum honum til þess. Jón sagði þetta á engan hátt tengjast ágreiningi né flokksstörfum né gagnrýni eða óánægju með störf fráfarandi formanns. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir forðast að tjá sig um hvort hún sé sátt við stjórnarformannsskiptin í Landsvirkjun. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hafnar því að málið tengist átökum í flokknum heldur hafi ráðið það sjónarmið að heppilegt sé með stjórnir og ráð að skipta með hæfilegum fresti. Eftir að Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafði stýrt sínum síðasta stjórnarfundi í Landsvirkjun í dag var aðalfundur settur þar sem fulltrúi fjármálaráðherra, Baldur Guðlaugsson, kynnti nýja stjórn og þar með var Jóhannes Geir settur út í kuldann. Hann kveðst hafa viljað sitja ár í viðbót og viljað ljúka Kárahnjúkaverkefninu fram yfir gangsetningu virkjunarinnar. Hann kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvers vegna hann er látinn hætta sem stjórnarformaður Landsvirkjunar. Jóhannes Geir var ekki fyrr farinn út af fundi en Páll Magnússon gekk inn til að sitja fyrsta fund nýkjörinnar stjórnar þar sem hann var kjörinn formaður. Nýr stjórnarformaður segist hafa það vegarnesti sem framsóknarmaður að Landsvirkjun verði áfram í eigu ríkisins.Nýr stjórnarformaður segist hafa það vegarnesti sem framsóknarmaður að Landsvirkjun verði áfram í eigu ríkisins.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að menn hafi ekki verið að kasta út stjórnarformanni. Menn hefðu einfaldlega rætt það að nú væri ástæða til að skipta út, eftir rúman áratug. Það væri þannig með stjórnir, nefndir og ráð að það væri heppilegt að skipta með hæfilegum og skynsamlegum fresti.Heimildarmenn Stöðvar tvö segja að Siv Friðleifsdóttir hafi lent í orðasennu við bæði formann og varaformann flokksins vegna málsins í fyrradag. Þegar Stöð tvö náði tali af Siv, á göngu á leið á ársfund Landspítala háskólasjúkrahúss í dag, kvaðst hún ekkert vilja tjá sig um stjórnarformannsskiptin. Jón Sigurðsson héldi á þessu máli og það væri afgreitt. Það væri í ágætis farvegi og hún hefði engar áhyggjur af því. Spurð hvort hún væri sátt með hvernig farið hefði verið með Jóhannes Geir ítrekaði hún að að þetta væri afgreitt mál. Spurð hvort hún hefði gert athugasemdir við aðra ráðherra flokksins vegna málsins ítrekaði Siv enn og aftur, um leið og hún strunsaði í burtu frá sjónvarpsmyndavélinni, að málið væri afgreitt og Jón héldi á málinu og þetta væri ekkert til þess að hafa áhyggjur af.Menn rifja upp hörð átök innan Framsóknarflokksins fyrir þremur árum þar sem Siv og Páll Magnússon voru taldir andstæðir pólar. Frami Páls nú er því ekki talinn Siv að skapi.Jón Sigurðsson kveðst hins vegar ekki skynja ólgu innan flokksins vegna málsins og ekki hafa neinar fréttir af slíku. Hann geri sér þó grein fyrir að það geti verið mismunandi skoðanir á mikilvægum stjórnarpóstum í samfélaginu. Hann hefði þurft að velja í þetta starf sérstaklega með tilliti til þarfa og hagsmuna Landsvirkjunar og orkugeirans. Maðurinn sem nú hefði orðið fyrir valinu væri mjög reyndur og kunnugur á þessum vettvangi og hann treystum honum til þess. Jón sagði þetta á engan hátt tengjast ágreiningi né flokksstörfum né gagnrýni eða óánægju með störf fráfarandi formanns.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira