Hafði ekki hugmynd um að stúlkan tengdist ráðherra 27. apríl 2007 11:34 Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður, Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í allsherjarnefnd, segir ekkert athugavert við að hinni 22 ára gömlu Luciu Celeste Molina Sierra var veittur íslenskur ríkisborgararéttur þrátt fyrir að hafa aðeins búið hér á landi í 15 mánuði. Stúlkan mun vera kærasta sonar Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra og er með lögheimili á heimili ráðherra. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um að stúlkan tengdist Jónínu. Hún segist heldur ekki muna hvers vegna stúlkan hafi talist hæf til að hljóta undanþágu frá venjulegum reglum um veitingu ríkisborgararéttar. „Það er ekkert sérstakt við þetta mál," segir Guðrún Ögmundsdóttir, aðspurð hvers vegna stúlkunni hafi verið veittur ríkisborgararéttur þrátt fyrir að hafa aðeins búið hér í stuttan tíma. Hún segir það í höndum Alþingis að taka fyrir undanþágur af þessu tagi og að það sé ekki einstakt að einstaklingar fái ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aðeins búið hér í stuttan tíma. „Ég minni bara á mál Bobby Fischers," segir Guðrún. Alls sóttu 38 manns um ríkisborgararétt til Alþingis en aðeins 18 hlutu náð fyrir augum nefndarinnar. Í Kastljósi var sagt frá því að einungis þrír þingmenn úr allsherjarnefnd hafi komið að ákvörðunartökunni, þau Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, Guðjón Ólafur Jónsson, varaformaður og Guðrún. Guðrún segist ekki tjá sig um einstök mál sem fyrir nefndina koma og ennfremur að hún muni ekki málsatvik í þessu sérstaka tilviki. Nefndarmenn eru bundnir trúnaði og hún segir það ekki hafa tíðkast að færa þurfi rök fyrir því að þessar undanþágur séu veittar. „Við höfum ekki þurft að gera það hingað til," sagði hún og bætti við að ástæður fyrir því að undanþágur séu veittar geti verið margvíslegar. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um að stúlkan hafi verið með lögheimili á heimili Jónínu. „Ég er ekki með heimilisföng þingmanna í hausnum og hafði ekki hugmynd um þessi tengsl," sagði Guðrún. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður, Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í allsherjarnefnd, segir ekkert athugavert við að hinni 22 ára gömlu Luciu Celeste Molina Sierra var veittur íslenskur ríkisborgararéttur þrátt fyrir að hafa aðeins búið hér á landi í 15 mánuði. Stúlkan mun vera kærasta sonar Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra og er með lögheimili á heimili ráðherra. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um að stúlkan tengdist Jónínu. Hún segist heldur ekki muna hvers vegna stúlkan hafi talist hæf til að hljóta undanþágu frá venjulegum reglum um veitingu ríkisborgararéttar. „Það er ekkert sérstakt við þetta mál," segir Guðrún Ögmundsdóttir, aðspurð hvers vegna stúlkunni hafi verið veittur ríkisborgararéttur þrátt fyrir að hafa aðeins búið hér í stuttan tíma. Hún segir það í höndum Alþingis að taka fyrir undanþágur af þessu tagi og að það sé ekki einstakt að einstaklingar fái ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aðeins búið hér í stuttan tíma. „Ég minni bara á mál Bobby Fischers," segir Guðrún. Alls sóttu 38 manns um ríkisborgararétt til Alþingis en aðeins 18 hlutu náð fyrir augum nefndarinnar. Í Kastljósi var sagt frá því að einungis þrír þingmenn úr allsherjarnefnd hafi komið að ákvörðunartökunni, þau Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, Guðjón Ólafur Jónsson, varaformaður og Guðrún. Guðrún segist ekki tjá sig um einstök mál sem fyrir nefndina koma og ennfremur að hún muni ekki málsatvik í þessu sérstaka tilviki. Nefndarmenn eru bundnir trúnaði og hún segir það ekki hafa tíðkast að færa þurfi rök fyrir því að þessar undanþágur séu veittar. „Við höfum ekki þurft að gera það hingað til," sagði hún og bætti við að ástæður fyrir því að undanþágur séu veittar geti verið margvíslegar. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um að stúlkan hafi verið með lögheimili á heimili Jónínu. „Ég er ekki með heimilisföng þingmanna í hausnum og hafði ekki hugmynd um þessi tengsl," sagði Guðrún.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira