Innlent

Á móti bjórnum en mælir með bjórverksmiðju

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, nefnir bjórverksmiðju, spurður um hvaða atvinnuppbyggingu hann sjái fyrir utan stóriðju. Þessi sami Steingrímur barðist þó hart á sínum tíma gegn því að sala áfengs öls yrði leyfð hérlendis.

Það vakti athygli í kosningaþætti Stöðvar 2 í Suðurkjördæmi þegar frambjóðendur Vinstri grænna og Íslandshreyfingarinnar, þeirra flokka sem helst kenna sig við umhverfisvernd, nefndu Bláa lónið, spurðir um hvar þeir sæju sóknarfærin í atvinnumálum. Bláa lónið er hins vegar affall virkjunar og, að sögn forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, skilgreint sem umhverfisslys, sem ekki yrði leyft í dag. Og nú má spyrja hvort Steingímur J. Sigfússon sé einnig kominn í mótsögn við sjálfan sig en þegar Kastljósið í fyrradag spurði hann um hvar hann sæi vaxtartækifærin nefndi hann meðal annars bjórverksmiðju, sem sjómannsfjölskylda á Árskógsströnd væri að byggja upp og gengi prýðilega.

Ummæli Steingríms nú eru athyglisverð í ljósi þess að í umræðum á Alþingi um bjórfrumvarpið árið 1988 var einn harðasti andstæðingur þess að leyft yrði að selja bjór hérlendis og greiddi atkvæði gegn því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×