Auglýsingin fór gegn skilyrðum laganna 9. maí 2007 06:45 Björn Bjarnason segir það augljóst mál að aðstoðarríkislögreglustjórinn þurfi lögfræðimenntun. MYND/GVA Dómsmál Dómsmálaráðuneytið auglýsti ólöglega eftir umsóknum um embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Auglýst var eftir „starfsmanni með embættispróf í lögfræði, reynslu af störfum innan réttar- og refsivörslukerfisins og þekkingu á starfsmannamálum lögreglunnar". Í lögreglulögum kemur fram að allir þeir sem hafi „lokið námi frá Lögregluskóla ríkisins svo og stjórnunarnámi eða öðru sambærilegu námi" geti gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, segir auglýsinguna ekki hafa uppfyllt skilyrði samkvæmt lögum. „Í auglýsingunni hefði átt að taka fram öll skilyrðin sem fram koma í lögunum. Hafi það ekki verið gert, eins og útlit er fyrir, er auglýsingin ekki í samræmi við lög." Páll Winkel eini maðurinn sem sótti um stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. MYND/Anton Auglýsingin birtist aðeins í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins. Blaðið kom út á pappírsformi sama dag og umsóknarfresturinn rann út. Páll Winkel, nýskipaður yfirmaður stjórnsýslusviðs hjá ríkislögreglustjóra, var sá eini sem sótti um starfið. Páll er sonur Guðnýjar Jónsdóttur, ritara Björns Bjarnasonar í dómsmálaráðuneytinu. Björn þvertók fyrir að Páll fengi fyrirgreiðslu af einhverju tagi vegna þeirra tengsla. Björn segir það blasa við að umsækjandinn þurfi að hafa lögfræðimenntun til þess að geta gegnt fyrrnefndu starfi. „Væru verkefnin þess eðlis að þau féllu að manni með lögreglumenntun eða reynslu hefði verið óskað eftir manni með þá menntun." Dómsmálaráðuneytið auglýsti eftir lögfræðimenntuðum manni í starf aðstoðarríkislögreglustjóra en samkvæmt nýlega breyttum lögum geta lögreglumenn einnig sótt um starfið.MYND/Anton Auglýst starf er annað tveggja embætta aðstoðarríkislögreglustjóra en Sigríður Björk Guðjónsdóttir gegnir hinu. Björn svaraði ekki skýrt spurningum sem beint var til hans, um hvort auglýsingin samræmdist lögfestum skilyrðum í lögum. Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir það vera skýrt í lögunum að lögreglumenn eigi þess kost að sækjast eftir og gegna embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. „Samkvæmt lögunum, og nýlegum breytingum sem hafa komið til framkvæmda, er það alveg skýrt að lögreglumenn geta gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra, líkt og stöðu aðstoðarlögreglustjóra. Að því leytinu til snertir þetta lögreglustéttina í heild." Landssambandið ætlar að skoða málið enn frekar. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Dómsmál Dómsmálaráðuneytið auglýsti ólöglega eftir umsóknum um embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Auglýst var eftir „starfsmanni með embættispróf í lögfræði, reynslu af störfum innan réttar- og refsivörslukerfisins og þekkingu á starfsmannamálum lögreglunnar". Í lögreglulögum kemur fram að allir þeir sem hafi „lokið námi frá Lögregluskóla ríkisins svo og stjórnunarnámi eða öðru sambærilegu námi" geti gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, segir auglýsinguna ekki hafa uppfyllt skilyrði samkvæmt lögum. „Í auglýsingunni hefði átt að taka fram öll skilyrðin sem fram koma í lögunum. Hafi það ekki verið gert, eins og útlit er fyrir, er auglýsingin ekki í samræmi við lög." Páll Winkel eini maðurinn sem sótti um stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. MYND/Anton Auglýsingin birtist aðeins í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins. Blaðið kom út á pappírsformi sama dag og umsóknarfresturinn rann út. Páll Winkel, nýskipaður yfirmaður stjórnsýslusviðs hjá ríkislögreglustjóra, var sá eini sem sótti um starfið. Páll er sonur Guðnýjar Jónsdóttur, ritara Björns Bjarnasonar í dómsmálaráðuneytinu. Björn þvertók fyrir að Páll fengi fyrirgreiðslu af einhverju tagi vegna þeirra tengsla. Björn segir það blasa við að umsækjandinn þurfi að hafa lögfræðimenntun til þess að geta gegnt fyrrnefndu starfi. „Væru verkefnin þess eðlis að þau féllu að manni með lögreglumenntun eða reynslu hefði verið óskað eftir manni með þá menntun." Dómsmálaráðuneytið auglýsti eftir lögfræðimenntuðum manni í starf aðstoðarríkislögreglustjóra en samkvæmt nýlega breyttum lögum geta lögreglumenn einnig sótt um starfið.MYND/Anton Auglýst starf er annað tveggja embætta aðstoðarríkislögreglustjóra en Sigríður Björk Guðjónsdóttir gegnir hinu. Björn svaraði ekki skýrt spurningum sem beint var til hans, um hvort auglýsingin samræmdist lögfestum skilyrðum í lögum. Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir það vera skýrt í lögunum að lögreglumenn eigi þess kost að sækjast eftir og gegna embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. „Samkvæmt lögunum, og nýlegum breytingum sem hafa komið til framkvæmda, er það alveg skýrt að lögreglumenn geta gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra, líkt og stöðu aðstoðarlögreglustjóra. Að því leytinu til snertir þetta lögreglustéttina í heild." Landssambandið ætlar að skoða málið enn frekar.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira