Erlent

Ellefu ára strákur felldi ófreskju í Alabama

MYND/AP

Ellefur ára strákur frá Alabama gæti hafa drepið heimsins stærsta villisvín í síðasta mánuði, ef fréttir af stærð skepnunar reynast réttar. Strákurinn elti svínið í marga tíma með föður sínum og hann fékk heiðurinn af því að veita því náðarskotið. Það var níunda kúlan sem felldi svínið því þeir feðgar höfðu skotið það átta sinnum án þess að fella það.

Ef mælingar föðursins á stærð dýrsins reynast réttar verður gölturinn skráður í Heimsmetabók Guinnes sem stærsta villisvín í heiminum.

Þeir feðgar sögðust ekki hafa miklar áhyggju af því en hins vegar voru þeir hæstánægðir með kjötið sem fæst af skepnunni og fyllir væntanlega frystikistu þeirra og nánustu ættingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×