Innlent

Sigrún ekki vanhæf

Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu olíufélagana þriggja, Kers, Olíuverslunar Íslands og Skeljungs þess efnis að skipaður dómari í máli félaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, víki sæti vegna vanhæfis.

Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari, má því dæma í málinu sem félögin hafa höfðað til að fá þá ákvörðun samkeppnisyfirvalda að dæma félögin í sektir fyrir ólöglegt samráð, fellda niður. Töldu félögin að Sigrún væri vanhæf í málinu vegna þess að hún hefði dæmt félögunum í óhag í nýlegum skaðabótamálum.

Hæstiréttur fellst ekki á röksemdarfærslu lögmanna félaganna og því þarf hún ekki að víkja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×