Erlent

Vilja taka barnaníðinga af lífi

Óli Tynes skrifar
Barnaníðingur handtekinn í Bandaríkjunum.
Barnaníðingur handtekinn í Bandaríkjunum.

Þeirri hugmynd að taka barnaníðinga af lífi jafnvel þótt þeir myrði ekki fórnarlömb sín vex fylgi í Bandaríkjunum. Hæstiréttur í Lousianaríki staðfesti í síðustu viku slíkan dauðadóm. Fimm ríki Bandaríkjanna hafa þegar sett lög sem geta leitt til dauðadóms yfir mönnum sem nauðga börnum undir tólf ára aldri.

Lög um um dauðadóma yfir barnaníðingum voru fyrst sett í Louisiana árið 1995. Tíu árum síðar jókst stórlega fylgi við þá stefnu um allt land. Það var eftir að hinni níu ára gömlu Jessicu Lunsford var rænt. Ræningi hennar nauðgaði henni og gróf hana svo lifandi. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir brot gegn börnum.

Þetta leiddi til harðari dóma yfir barnaníðingum. Víða er lágmarksrefsing 25 ára fangelsi. Brotamennirnir verða síðan að ganga með staðsetningarbúnað um öklann það sem þeir eifa eftir ólifað.

Ríkin fimm sem þegar hafa samþykkt dauðadóma eru Louisiana, Oklahoma, Suður-Karólína, Georgía og Montana. Ríkisstjórinn í Texas mun undirrita samskonar löggjöf á næstunni. Stuðningurinn er minni í öðrum hlutum landsins. Þar er fólk á móti dauðadómum yfirleitt. Bæði vegna mistaka í réttarkerfinu sem hafa leitt til dómsmorða og vegna þess að aftökum hefur verið klúðrað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×