Erlent

Norður Kóreumenn opna fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni

Norður Kóreskur hermaður hefur gætur á hermönnum Suður Kóreu.
Norður Kóreskur hermaður hefur gætur á hermönnum Suður Kóreu.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðið fulltrúum frá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni að koma aftur landsins eftir að opnað var á ný fyrir fjármuni í eigu ríkisstjórnarinnar í banka á Macau. Bandaríkjamenn frystu féð seint árið 2005 og hafa Norður-Kóresk stjórnvöld hingað til neitað að loka kjarnorkustöð sinni án þess að fá fyrst aðgang að fénu.

Ákveðið var að opna aftur fyrir aðgang Norður-Kóreu að fénu í þeirri von að stjórnvöld þar myndu hleypa fulltrúum Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni aftur inn í landið. Kjarnorkustöðu Norður Kóreu í Yongbon þykir vera komin til ára sinni og munu fulltrúar frá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni fara yfir ástand stöðvarinnar. Í staðinn fá Norður-Kóreumenn olíu og hjálpargögn í samræmi við samkomulag sem sexveldin svokölluð gerðu með sér í síðastliðnum febrúarmánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×