Innlent

Rúmlega 150 spiluðu póker

Verðlaunafé á pókermótinu sem fram fór í gær var samtals um 600 þúsund krónur, en sigurvegarinn fékk um þriðjung þess í sinn hlut.
Verðlaunafé á pókermótinu sem fram fór í gær var samtals um 600 þúsund krónur, en sigurvegarinn fékk um þriðjung þess í sinn hlut. Fréttablaðið/valli

Stærsta opinbera pókermótið sem haldið hefur verið hér á landi fór fram í gær, og spiluðu rúmlega 150 á mótinu. Spilað var upp á 600 þúsund krónur í verðlaun. Lögreglan kannaði hvað fram fór á mótinu en stöðvaði það ekki, þrátt fyrir lagaákvæði um fjárhættuspil.



Sindri Lúðvíksson, umsjónarmaður mótsins, segir að það hafi gengið afar vel. Rúmlega 150 þátttakendur hafi mætt til leiks, og hver borgað 4.000 krónur í þátttökugjald. Allur aðgangseyrir hafi svo runnið upp í verðlaunafé fyrir þá sem bestum árangri náðu á mótinu, og verðlaunafé því samtals rúmar 600 þúsund krónur. Athygli vakti að engin kona tók þátt í mótinu.



Sindri segir lögreglumenn hafa komið og rætt við sig um það sem fram fór í gær. Hann segir mótið löglegt þrátt fyrir ákvæði í hegningarlögum sem leggja sektir eða fangelsi allt að einu ári við því að hafa atvinnu af fjárhættuspili eða koma öðrum til þátttöku í fjárhættuspili. Mótið var haldið á vegum vefverslunarinnar gismo.is, sem selur vörur tengdar fjárhættuspili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×