Lögreglan stöðvaði fyrsta pókermótið 18. júní 2007 04:45 Um 150 tóku þátt í fyrsta opinbera pókermótinu sem haldið er hérlendis á föstudaginn. Fréttablaðið/Valli Fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var á landinu var stöðvað af lögreglu í fyrrakvöld. Lögregla lagði hald á verðlaunafé og spilavarning og yfirheyrði forsvarsmann mótsins. „Lögreglan hafði afskipti af þessu, stoppaði mótið og lokaði staðnum,“ segir Jón H. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Á milli 20 og 30 þátttakendur voru eftir af þeim 150 sem tóku þátt þegar lögreglan stöðvaði spilamennskuna. Vefverslunin Gismo.is stóð fyrir mótinu. Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður mótsins, var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og sleppt að henni lokinni. Að auki lagði lögregla hald á verðlaunafé á mótinu, um 600 þúsund krónur, auk spila og spilapeninga. Lögreglumenn litu inn á mótið fyrr um dagin og höfðu tal af Sindra, en fóru án þess að aðhafast. Þegar mótið var langt komið kom lögreglan aftur og stöðvaði mótið. „Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjárhættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils,“ segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjárhættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á undanförnum árum. Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rökstuddur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi.“ Sindri Lúðvíksson segir að afskipti lögreglu hafi komið sér á óvart, enda hafi forsvarsmenn mótsins álitið það löglegt þar sem þeir hafi ekki hagnast á því. „Þetta er ekkert öðruvísi en briddsmót sem haldin eru þar sem fólk fær sín spil á hendi og spilar úr þeim. Þar er borgað þátttökugjald og félagið tekur hluta af því, sem við gerðum ekki,“ segir Sindri. Hann segist vonast til þess að fá til baka fé og búnað sem lagt var hald á. Skrifað hafi verið niður hver staðan hafi verið á mótinu, og því mögulegt að halda áfram spilamennsku verði niðurstaða lögreglumálsins skipuleggjendum mótsins í hag. Tengdar fréttir Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var á landinu var stöðvað af lögreglu í fyrrakvöld. Lögregla lagði hald á verðlaunafé og spilavarning og yfirheyrði forsvarsmann mótsins. „Lögreglan hafði afskipti af þessu, stoppaði mótið og lokaði staðnum,“ segir Jón H. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Á milli 20 og 30 þátttakendur voru eftir af þeim 150 sem tóku þátt þegar lögreglan stöðvaði spilamennskuna. Vefverslunin Gismo.is stóð fyrir mótinu. Sindri Lúðvíksson, forsvarsmaður mótsins, var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og sleppt að henni lokinni. Að auki lagði lögregla hald á verðlaunafé á mótinu, um 600 þúsund krónur, auk spila og spilapeninga. Lögreglumenn litu inn á mótið fyrr um dagin og höfðu tal af Sindra, en fóru án þess að aðhafast. Þegar mótið var langt komið kom lögreglan aftur og stöðvaði mótið. „Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjárhættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils,“ segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjárhættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á undanförnum árum. Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rökstuddur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi.“ Sindri Lúðvíksson segir að afskipti lögreglu hafi komið sér á óvart, enda hafi forsvarsmenn mótsins álitið það löglegt þar sem þeir hafi ekki hagnast á því. „Þetta er ekkert öðruvísi en briddsmót sem haldin eru þar sem fólk fær sín spil á hendi og spilar úr þeim. Þar er borgað þátttökugjald og félagið tekur hluta af því, sem við gerðum ekki,“ segir Sindri. Hann segist vonast til þess að fá til baka fé og búnað sem lagt var hald á. Skrifað hafi verið niður hver staðan hafi verið á mótinu, og því mögulegt að halda áfram spilamennsku verði niðurstaða lögreglumálsins skipuleggjendum mótsins í hag.
Tengdar fréttir Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Ólíklegt að pókermót sé lögbrot Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu. 18. júní 2007 01:15