Innlent

Ólíklegt að pókermót sé lögbrot

Afar hæpið er að kalla það sem fram fór á pókermótinu fjárhættuspil í laganna skilningi, enda borgaður aðgangseyrir og keppt um verðlaunafé eins og tíðkast í ýmsum íþróttum, segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. Því sé ólíklegt að lögbrot hafi verið framið á pókermótinu.



„Þetta fyrirkomulag er alþekkt í öllum íþróttum, það getur ekki verið bannað bara af því að það er verið að spila póker eða eitthvað annað spil,“ segir Brynjar.



Hann bendir á að peningaverðlaun séu veitt í ýmsum greinum; bridds, skák og fleiru. Þar fái sigurvegarinn verðlaunafé sem sé tekið af þeim aðgöngueyri sem þátttakendur greiði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×