Innlent

Vitavörður verðlaunaður

Óskar J. Sigurðsson fær virt verðlaun á morgun.
Óskar J. Sigurðsson fær virt verðlaun á morgun.

Vitaverðinum Óskari J. Sigurðssyni verða á morgun veitt virt verðlaun sem kallast Hetjur umhverfisins. Það er úthafs- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna sem stendur að verðlaununum sem afhent verða við hátíðlega athöfn í sendiráðsbústað Bandaríkjanna á Laufásvegi.

Ólafur hefur starfað sem vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í fimmtán ár og hafa störf hans gert stofnuninni kleift að framkvæma kolefnismælingar og aðrar loftmælingar á svæðinu nær sleitulaust í 15 ár. Verðlaunin Hetjur Umhverfisins voru fyrst veitt árið 1995 en verðlaunahafar eru tilnefndir af starfsmönnum stofnunarinnar sem eru um 12.500. Óskar er eini verðlaunahafinn sem ekki er af bandarísku þjóðerni og einungis níu aðrir einstaklingar hlutu þessa viðurkenningu í ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×