Skólagjöld draga ekki úr brottfalli 21. júní 2007 04:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun