Innlent

Fomúlubíll í Smáralind

Það er mikið verk að setja saman formúlu 1 bílinn í Smáralind.
Það er mikið verk að setja saman formúlu 1 bílinn í Smáralind.

Formúlubíllinn sem Nico Rosberg ekur við Smáralind á morgun, þriðjudag, er kominn til Íslands og hefur verið settur upp í Vetrargarði Smáralindar. Í tilkynningu kemur fram að bílnum, sem vegur um 600 kg, fylgi 20 manna starfslið ásamt tæplega 8 tonnum af búnaði. Þetta er 2007 útgáfa Williams sem notuð er í tilraunaakstri Williams liðsins á brautum um allan heim.

Það eru Baugur Group og Hagkaup sem standa að komu Rosberg og bílsins til landsins og í tilkynningu frá Baugi segir að starfsmenn Williams hafi unnið að samsetningu bílsins í Vetrargarðinum í dag og nýttu til þess fjöldann allan af verkfærum og risatölvu. „Eftir að hafa náð réttum vélarhita var bíllinn settur í gang rétt fyrir utan Vetrargarðinn og mátti heyra í bílnum langt að, en þetta var einungis forsmekkurinn af því sem koma skal."

„Formúlu 1 dagurinn með Rosberg verður síðan á morgun, þriðjudag, og mun hann aka fjölda hringja við efra bílaplanið í Smáralind." Bílnum verður ýtt út úr Smáralind kl. 13:00 og mun Rosberg veita eiginhandaráritanir við bílinn kl.15:30. „Fyrsti sýningarakstur Rosberg hefst svo kl. 16.30. Eftir það gefst áhorfendum tækifæri til að skoða bílinn og fá eiginhandaráritun Rosberg en einnig mun hann tilkynna hvaða heppni viðskiptavinur Hagkaupa hlýtur ferð á Silverstone kappaksturinn þann 8.júlí nk. Seinni sýningaraksturinn verður kl. 18:00 og má gera ráð fyrir að dagskrá ljúki um kl.18:30," segir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×