Launþegar í Danmörku borga mestan skatt miðað við önnur Evrópusambandslönd, eða 59 prósent. Þetta kemur fram í samantekt frá Evrópsku hagstofunni sem greint er frá í Jyllands-Posten í dag.
Skattprósentan er 2.4 prósentum hærri en í Svíþjóð þar sem hún er næsthæst. Meðalskattprósenta launa í Evrópusambandslöndunum er 38.7 prósent.
Klaus Munch Lendal, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins í Danmörku, segir þessa háu skattaprósentu vinna gegn því að lokka alþjóðleg fyrirtæki til landsins.