380 beinar útsendingar í vetur Guðjón Helgason skrifar 27. júní 2007 19:00 Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu. Fréttir Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir