Innlent

Gefur lítið fyrir ráðleggingar Hafró

Guðmundur Einarsson, skipstjóri í Bolungarvík, gefur lítið fyrir ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunar um að skera niður aflaheimildir um þriðjung. Hann segir nóg af þorski í sjónum og nær væri að friða loðnuna.

Guðmundur Einarsson er meðal reyndustu sjómanna landsins, og byrjaði til sjós fimmtán ára. Hann er þekktur af mörgum fyrir að vera fyrrverandi skipstjóri á Guggunni.

Guðmundur hefur hvorki trú á ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar né skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif aflareglunnar og segir fræðingana ekki þekkja muninn á þroski og ýsu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×