Innlent

Á annað hundrað mótmæltu virkjun við Urriðafoss

Á annað hundrað manns komu saman við Urriðafoss í dag til að berjast gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. Það var mikill baráttuandi í fundarmönnum.

Í byrjun júní hafnaði sveitastjórn Flóahrepps Urriðafossvirkjun í aðalskipulagi því ekki taldist nægur ávinningur af virkjun.

Eftir nýlegan fund með Landsvirkjun breyttist hins vegar hljóðið í sveitastjórnarmönnum og lagðar voru fram tvær skipulagstillögur fyrir íbúa hreppsins, með virkjun og án virkjunar.

Samtök áhugafólks um verndun Þjórsárvera, Sól í Flóa gagnrýndi á fundinum í dag það sem kallað var sinnaskipti sveitarstjórnarinnar og krafðist þess að virkjun yrði einfaldlega hafnað.

Andstæðingar virkjunarframkvæmda hafa bent á ört vaxandi aðsókn ferðamanna að Urriðafossi, en í gögnum frá ferðamálafulltrúa á svæðinu er fullyrt að ekki færri en 30.000 manns heimsæki fossinn árlega.

Fundarmenn töluðu um að aldrei yrði samþykkt að fórna náttúruperlu fyrir stóriðju, gsmsamband og malbik.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×