Viðskipti erlent

NASA kaupir geimklósett fyrir 1,2 milljarða

Þeir þurfa líka að nota klósett.
Þeir þurfa líka að nota klósett.

Bandaríska geimferðastofnunin hefur keypt rússneskt klósettkerfi fyrir 1,2 milljarða íslenskra króna. Þessu rándýra klósetti verður komið fyrir í bandaríska hluta alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Allir geimfarar á stöðinni hafa notast við sameiginleg klósettaðstöðu í rússneska hlutanum. Á nýja klósettinu verður hægt að binda sig niður til að gera þarfir sínar. Á meðan verknaðnum stendur eru viftur í gangi í klósettinu sem sjúga hluti fasta og koma þeim fyrir í klósettinu. Enda eru menn ekki hrifnir af svífandi kúk um alla geimstöð.

Að senda vatn út í geim er mjög dýrt og geimfararnir fara ekki í venjulega sturtu heldur skrúbba sig með blautklútum. Þess vegna verður allt vatn endurnýtt í geimstöðinni. Eftir endurnýtinguna verður meira að segja hlandið að kristaltæru drykkjarvatni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×