Innlent

Víneftirlitið gerir athugasemdir við veitingamenn

Kaffihúsagestir sem viltu njóta veitinga um leið og þeir sleiktu sólina í Reykjavík í dag urðu sumir frá að hverfa. Víneftirlitið gerði nokkrum veitingamönnum að taka inn borð þar sem ekki var leyfi fyrir þeim utan við staðina.

 

 

Það var víneftirlitið svokallað sem fór um miðborgina í dag og gaf sig á tal við veitingamenn á þeim stöðum þar sem borð utan dyra voru fleiri en leyfi var fyrir.

 

 

Ein þeirra veitingamanna sem fékk slíka heimsókn var Márus Jóhannsson á Tívólí neðarlega á Laugaveginum. Hann segir þörf á sveiganleika á dögum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×