Nemendur á Bifröst óánægðir með hækkun leiguverðs 11. júlí 2007 16:45 Háskólinn á Bifröst. MYND/365 Töluverð óánægja ríkir meðal hluta nemenda við Háskólann á Bifröst eftir að tilkynnt var um hækkun á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu í dag. Hópur nemenda íhugar að segja upp leigusamningi sínum og flytja til Borgarness. Rektor skólans segir um samræmingaraðgerð að ræða og aðeins lítill hluti íbúða hækki í leigu. „Það er mikil óánægja hjá þeim sem hafa orðið fyrir hækkuninni," sagði Elín Björg Ragnarsdóttir, hjá íbúaráði háskólaþorpsins á Bifröst, í samtali við Vísi. „Það hækkar mest hjá fjölskyldufólki en einstaklingsíbúðir eru á móti að lækka í verði." Háskólinn á Bifröst tilkynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu. Samkvæmt breytingunum hækkar mánaðarleiga á fjölskylduíbúðum um allt að 14 þúsund krónur. Leiga á einstaklingsíbúðum lækkar hins vegar um allt að 8 þúsund krónur. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. september næstkomandi. Einn nemandi sem setti sig í samband við Vísi sagðist vera mjög ósáttur við þessar breytingar. Hann sagði leiguverð á íbúðum í háskólaþorpinu langt fyrir ofan eðlilegt markaðsverð. Sagði hann suma íhuga að segja upp leigusamningi sínum og leigja þess í stað í Borgarnesi. Alls eru um 200 íbúðir í háskólaþorpinu að Bifröst. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í samtali við Vísi að um samræmingaraðgerðir væri að ræða. Skólinn væri að mæta umræðu meðal nemenda um innbyrðis ósamræmi milli leiguverðs á íbúðum. Benti hann á að í flestum tilvikum væri leigan í raun að lækka. „Leigan lækkar í 75 prósenta tilvika og skólinn verður af tekjum vegna þessara breytinga. Þetta er því ekki kappsmál af okkar hálfu. Við munum að sjálfsögðu skoða málið og bregðast við kvörtunum, " sagði Ágúst. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Töluverð óánægja ríkir meðal hluta nemenda við Háskólann á Bifröst eftir að tilkynnt var um hækkun á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu í dag. Hópur nemenda íhugar að segja upp leigusamningi sínum og flytja til Borgarness. Rektor skólans segir um samræmingaraðgerð að ræða og aðeins lítill hluti íbúða hækki í leigu. „Það er mikil óánægja hjá þeim sem hafa orðið fyrir hækkuninni," sagði Elín Björg Ragnarsdóttir, hjá íbúaráði háskólaþorpsins á Bifröst, í samtali við Vísi. „Það hækkar mest hjá fjölskyldufólki en einstaklingsíbúðir eru á móti að lækka í verði." Háskólinn á Bifröst tilkynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu. Samkvæmt breytingunum hækkar mánaðarleiga á fjölskylduíbúðum um allt að 14 þúsund krónur. Leiga á einstaklingsíbúðum lækkar hins vegar um allt að 8 þúsund krónur. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. september næstkomandi. Einn nemandi sem setti sig í samband við Vísi sagðist vera mjög ósáttur við þessar breytingar. Hann sagði leiguverð á íbúðum í háskólaþorpinu langt fyrir ofan eðlilegt markaðsverð. Sagði hann suma íhuga að segja upp leigusamningi sínum og leigja þess í stað í Borgarnesi. Alls eru um 200 íbúðir í háskólaþorpinu að Bifröst. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í samtali við Vísi að um samræmingaraðgerðir væri að ræða. Skólinn væri að mæta umræðu meðal nemenda um innbyrðis ósamræmi milli leiguverðs á íbúðum. Benti hann á að í flestum tilvikum væri leigan í raun að lækka. „Leigan lækkar í 75 prósenta tilvika og skólinn verður af tekjum vegna þessara breytinga. Þetta er því ekki kappsmál af okkar hálfu. Við munum að sjálfsögðu skoða málið og bregðast við kvörtunum, " sagði Ágúst.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira