Nemendur á Bifröst óánægðir með hækkun leiguverðs 11. júlí 2007 16:45 Háskólinn á Bifröst. MYND/365 Töluverð óánægja ríkir meðal hluta nemenda við Háskólann á Bifröst eftir að tilkynnt var um hækkun á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu í dag. Hópur nemenda íhugar að segja upp leigusamningi sínum og flytja til Borgarness. Rektor skólans segir um samræmingaraðgerð að ræða og aðeins lítill hluti íbúða hækki í leigu. „Það er mikil óánægja hjá þeim sem hafa orðið fyrir hækkuninni," sagði Elín Björg Ragnarsdóttir, hjá íbúaráði háskólaþorpsins á Bifröst, í samtali við Vísi. „Það hækkar mest hjá fjölskyldufólki en einstaklingsíbúðir eru á móti að lækka í verði." Háskólinn á Bifröst tilkynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu. Samkvæmt breytingunum hækkar mánaðarleiga á fjölskylduíbúðum um allt að 14 þúsund krónur. Leiga á einstaklingsíbúðum lækkar hins vegar um allt að 8 þúsund krónur. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. september næstkomandi. Einn nemandi sem setti sig í samband við Vísi sagðist vera mjög ósáttur við þessar breytingar. Hann sagði leiguverð á íbúðum í háskólaþorpinu langt fyrir ofan eðlilegt markaðsverð. Sagði hann suma íhuga að segja upp leigusamningi sínum og leigja þess í stað í Borgarnesi. Alls eru um 200 íbúðir í háskólaþorpinu að Bifröst. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í samtali við Vísi að um samræmingaraðgerðir væri að ræða. Skólinn væri að mæta umræðu meðal nemenda um innbyrðis ósamræmi milli leiguverðs á íbúðum. Benti hann á að í flestum tilvikum væri leigan í raun að lækka. „Leigan lækkar í 75 prósenta tilvika og skólinn verður af tekjum vegna þessara breytinga. Þetta er því ekki kappsmál af okkar hálfu. Við munum að sjálfsögðu skoða málið og bregðast við kvörtunum, " sagði Ágúst. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Töluverð óánægja ríkir meðal hluta nemenda við Háskólann á Bifröst eftir að tilkynnt var um hækkun á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu í dag. Hópur nemenda íhugar að segja upp leigusamningi sínum og flytja til Borgarness. Rektor skólans segir um samræmingaraðgerð að ræða og aðeins lítill hluti íbúða hækki í leigu. „Það er mikil óánægja hjá þeim sem hafa orðið fyrir hækkuninni," sagði Elín Björg Ragnarsdóttir, hjá íbúaráði háskólaþorpsins á Bifröst, í samtali við Vísi. „Það hækkar mest hjá fjölskyldufólki en einstaklingsíbúðir eru á móti að lækka í verði." Háskólinn á Bifröst tilkynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu. Samkvæmt breytingunum hækkar mánaðarleiga á fjölskylduíbúðum um allt að 14 þúsund krónur. Leiga á einstaklingsíbúðum lækkar hins vegar um allt að 8 þúsund krónur. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. september næstkomandi. Einn nemandi sem setti sig í samband við Vísi sagðist vera mjög ósáttur við þessar breytingar. Hann sagði leiguverð á íbúðum í háskólaþorpinu langt fyrir ofan eðlilegt markaðsverð. Sagði hann suma íhuga að segja upp leigusamningi sínum og leigja þess í stað í Borgarnesi. Alls eru um 200 íbúðir í háskólaþorpinu að Bifröst. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í samtali við Vísi að um samræmingaraðgerðir væri að ræða. Skólinn væri að mæta umræðu meðal nemenda um innbyrðis ósamræmi milli leiguverðs á íbúðum. Benti hann á að í flestum tilvikum væri leigan í raun að lækka. „Leigan lækkar í 75 prósenta tilvika og skólinn verður af tekjum vegna þessara breytinga. Þetta er því ekki kappsmál af okkar hálfu. Við munum að sjálfsögðu skoða málið og bregðast við kvörtunum, " sagði Ágúst.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira