Innlent

Sofið fyrir utan Nexus í nótt

MYND/365

Þrjár 17 ára stúlkur eru búnar að koma sér fyrir fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og ætla að vera fyrstar til að kaupa nýjustu Harry Potter bókina. Byrjað verður að selja bókina klukkan 23:01 annað kvöld.

Stelpurnar sem heita Dagmar Rós Ríkarðsdóttir, Borghildur Sigurmundardóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir eru eins og gefur að skilja miklir Harry Potter aðdáendur og ætla að bíða fyrir utan búðina í 23 klukkutíma. Þær eru vel búnar svefnpokum og nesti. Dagmar Rós segir þær stöllur vera "nörda Íslands" og að þær vilji verða þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrsta eintakið af bókinni í hendur. Stelpurnar taka enga áhættu og eiga þær von á því að fleiri muni bætast í röðina í fyrramálið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×