Skipstjóri fer í felur eftir handtökuskipun 23. júlí 2007 05:00 Eyborgin „Það kemur bara ekki til greina að ég horfi eftir manninum mínum í fangelsi á Möltu fyrir að bjarga tuttugu mannslífum,“ segir Fanný Hjartardóttir, eiginkona Ólafs Ragnarssonar, skipstjóra á Eyborgu. Ólafur hefur í um eitt ár starfað við flutninga á túnfiskskvíum fyrir maltverskt fyrirtæki sem hefur Eyborgina á leigu. Í lok júní var skipið á leið frá Líbýu til Möltu þegar Ólafur vaknaði um morgun og um tuttugu manns voru komin upp á kvína hjá honum. Hann tók fólkið um borð í skipið og flutti til Möltu í óþökk þarlendra yfirvalda sem síðan hafa fólkið í umsjón sinni. Fólkið er frá Eþíópíu, Nígeríu, Sómalíu og Erítreu. Sögðu þau tíu manns hafa drukknað þegar bát þeirra hvolfdi áður en þau björguðust upp á kvína. Í gær færði Ólafur svo Fannýju þær óvæntu fréttir að skipun hefði verið gefin út um handtöku hans fyrir að taka fólkið um borð. Ekki náðist tal af Ólafi sjálfum í gærkvöld en Fanný, sem rætt hafði við hann, sagði að þá hefði hann enn verið frjáls ferða sinna á Möltu. Engir aðrir úr áhöfn Eyborgar eru Íslendingar. „Hann hringdi í mig í sjokki og ég fékk náttúrlega kast en er enn að reyna að fá það staðfest að það hafi í raun og veru verið gefin út handtökuskipun á hann. „Ég er alveg á nálum,“ segir Fanný sem síðast sá mann sinn í apríl. Birgir Sigurjónsson, eigandi Eyborgarinnar, segist enn ekkert annað hafa heyrt um málið en að Ólafur hafi lesið um það í dagblaði á Möltu að til stæði að handtaka hann. „Hann fer bara huldu höfði núna og er með slökkt á símanum. Sjálfur er ég að ímynda mér að þetta sé einhver fabúlering í blaðamanninum,“ segir Birgir sem kveðst munu hafa samband í dag við utanríkisráðuneytið. „Þetta er að verða hið skrýtnasta mál. Malta tók við þessu fólki af fúsum og frjálsum vilja og í mínum huga var málið leyst.“ Utanríkisráðuneytið hafði ekki haft veður af máli Ólafs þegar Fréttablaðið leitaði til þess. Yfirvöld á Möltu eru sögð hafa vaxandi áhyggjur af því að ólöglegir innflytjendur sem koma þangað með bátum tengist hryðjuverkum. Yfirmaður í lögreglunni á Möltu, sem Fréttablaðið ræddi við, sagðist ekki kannast við að gefin hefði verið út handtökuskipun á Ólaf. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
„Það kemur bara ekki til greina að ég horfi eftir manninum mínum í fangelsi á Möltu fyrir að bjarga tuttugu mannslífum,“ segir Fanný Hjartardóttir, eiginkona Ólafs Ragnarssonar, skipstjóra á Eyborgu. Ólafur hefur í um eitt ár starfað við flutninga á túnfiskskvíum fyrir maltverskt fyrirtæki sem hefur Eyborgina á leigu. Í lok júní var skipið á leið frá Líbýu til Möltu þegar Ólafur vaknaði um morgun og um tuttugu manns voru komin upp á kvína hjá honum. Hann tók fólkið um borð í skipið og flutti til Möltu í óþökk þarlendra yfirvalda sem síðan hafa fólkið í umsjón sinni. Fólkið er frá Eþíópíu, Nígeríu, Sómalíu og Erítreu. Sögðu þau tíu manns hafa drukknað þegar bát þeirra hvolfdi áður en þau björguðust upp á kvína. Í gær færði Ólafur svo Fannýju þær óvæntu fréttir að skipun hefði verið gefin út um handtöku hans fyrir að taka fólkið um borð. Ekki náðist tal af Ólafi sjálfum í gærkvöld en Fanný, sem rætt hafði við hann, sagði að þá hefði hann enn verið frjáls ferða sinna á Möltu. Engir aðrir úr áhöfn Eyborgar eru Íslendingar. „Hann hringdi í mig í sjokki og ég fékk náttúrlega kast en er enn að reyna að fá það staðfest að það hafi í raun og veru verið gefin út handtökuskipun á hann. „Ég er alveg á nálum,“ segir Fanný sem síðast sá mann sinn í apríl. Birgir Sigurjónsson, eigandi Eyborgarinnar, segist enn ekkert annað hafa heyrt um málið en að Ólafur hafi lesið um það í dagblaði á Möltu að til stæði að handtaka hann. „Hann fer bara huldu höfði núna og er með slökkt á símanum. Sjálfur er ég að ímynda mér að þetta sé einhver fabúlering í blaðamanninum,“ segir Birgir sem kveðst munu hafa samband í dag við utanríkisráðuneytið. „Þetta er að verða hið skrýtnasta mál. Malta tók við þessu fólki af fúsum og frjálsum vilja og í mínum huga var málið leyst.“ Utanríkisráðuneytið hafði ekki haft veður af máli Ólafs þegar Fréttablaðið leitaði til þess. Yfirvöld á Möltu eru sögð hafa vaxandi áhyggjur af því að ólöglegir innflytjendur sem koma þangað með bátum tengist hryðjuverkum. Yfirmaður í lögreglunni á Möltu, sem Fréttablaðið ræddi við, sagðist ekki kannast við að gefin hefði verið út handtökuskipun á Ólaf.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira