Innlent

Kvartað yfir reykjandi veitingahúsagestum

Nokkuð hefur borið á kvörtunum til lögreglu vegna háreysti gesta sem bregða sér út af veitingastöðum til að reykja. En eins og kunnugt er hefur verið bannað að reykja innandyra á öldurhúsum frá 1. júní. Í dagbók lögreglu kemur fram að hún hafi verið að benda gestgjöfunum á að það er bannað að hafa með sér áfengi út úr veitingahúsum, jafnvel þó það sé „bara" út á gangstétt. Lögreglan mun herða eftirlit með þessari hegðan gesta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×