Erlent

Það koma fleiri bækur um Harry Potter

Óli Tynes skrifar

JK Rowling, höfundur Harry Potter bókanna hefur upplýst að hún sé ekki hætt að skrifa um hann. Það koma fleiri bækur um galdrastrákinn. Það er þó ekki ný skáldsaga í burðarliðunum að sinni, heldur uppsláttarbók fyrir aðdáendur Harrys og félaga.

Í henni verður meðal annars rakinn bakgrunnur ýmissa aukapersóna í bókinni og fyllt út í persónur þeirra. Hún nefnir þar meðal annars Tommy Ding, sem hún segir að eigi sér miklu meiri og merkilegri sögu en komi fram í Harry Potter bókunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×