Innlent

Breskir græningjar krefjast þess að mótmælanda verði sleppt úr haldi

MYND/Gabriele Manrique

Á fréttaveitunni eGov monitor er viðtal við talsmann Græningja, flokks umhverfissinna á Bretlandi þar sem hann krefst þess að íslensk stjórnvöld sleppi mótmælanda úr haldi. Í fréttinni er fullyrt að Miriam Rose, sem sögð er meðlimur í samtökunum Saving Iceland, hafi verið handtekin í mótmælaaðgerðum og að hún sé enn í haldi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannaðist hins vegar ekki við að fyrrnefnd Miriam væri í haldi lögreglu þegar fréttastofa Stöðvar 2 grennslaðist fyrir um málið.

Dr. Derek Wall, talsmaður Græningja, segir að handtakan ofbjóði sér og að svo virðist vera sem Miriam sé póltískur fangi. Hann skorar á íslensk stjórnvöld að leysa hana þegar í stað úr haldi.

Ekki kemur fram í fréttinni hvenær Miriam hafi verið handtekin en sagt að hún hafi verið að mótmæla stuðningi íslenskra stjórnvalda við stóriðju.

Fréttina á eGov monitor má sjá hér.

Heimasíða Græningja í Bretlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×