Erlent

Metnaðargjarnir ættu að níðast á undirmönnum

Ný könnun sýnir að ein öruggasta leið til að klífa metorðastigann í vinnunni er að níðast á undirmönnum sínum. Tveir þriðju svarenda í könnun sem vísindamenn við Bond háskóla í Ástralíu létu gera, sögðu að ekki einungis væri geðstirðum og fruntalegum yfirmönnum ekki refsað, heldur væri þeim launaður yfirgangurinn með stöðuhækkunum.

Vísindamennirnir sögðu áhrif dónalegs yfirmanns vera vanmetin. Þeir mældu aukna tíðni svefnleysis, martraða og þunglyndis hjá undirmönnum hrottanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×