Innlent

37 umferðaróhöpp og 15 afstungur

MYND/Daníel

37 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tvö óhappana má rekja til ölvunaraksturs en athygli vekur að í 15 tilfellum af þessum 37 reyndu ökumenn að stinga af eftir óhappið og segir lögregla það óvenju hátt hlutfall.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að um verslunarmannahelgina hafi réttindalausir ökumenn komið talsvert við sögu. 15 einstaklingar voru stöðvaðir undir stýri án þess að vera með ökuréttindi víðs vegar um umdæmið. Níu þeirra höfðu verið sviptir ökuleyfi en sex höfðu aldrei öðlast slík réttindi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×