23 ára aldurstakmark í miðborginni um helgar? 8. ágúst 2007 19:00 Björn Bjarnason veltir því upp hvort setja eigi 23 ára aldurstakmark í miðborginni um helgar. MYND/Stefán Í pistli sem Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ritaði á heimasíðu sinni í gær veltir hann fyrir sér samstarfi mótshaldara og lögreglu um verslunarmannahelgina. Hann segir að reynsluna af því samstarfi og þeim ákvörðunum sem teknar voru, meðal annars á Akureyri, eigi að nýta þegar hugað sé að leiðum til að draga úr óreglu og ólátum í miðborg Reykjavíkur. „Þegar rætt er um atburði verslunarmannahelgarinnar og því velt fyrir sér, hvers vegna allt fór fram á frekar skikkanlegan hátt, má ekki gleyma nánu samstarfi mótshaldara og lögreglu," segir Björn. „Viðbúnaður lögreglu var í samræmi við það, sem menn væntu á hverjum stað og hún vann náið með þeim, sem báru ábyrgð á mannfagnaði víða um land." Hann víkur síðan að því fyrirkomulagi sem viðhaft var á Akureyri, þar sem ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára var meinaður aðgangur að tjaldsvæðum bæjarins og segir hann að sú ákvörðun hafi dregið mjög úr líkum á vandræðum í bænum. „Besta leiðin til að auka næturöryggi í miðborg Reykjavíkur er að kalla alla til ábyrgðar," segir Björn. Hann bætir því við að vegna umræddra ráðstafana á Akureyri hafi ýmsir sagst hafa misst spón úr aski sínum. „Viðleitni til að sporna við hömlulausum veitingarekstri í miðborginni kann að koma við buddu einhvers. Þar eru þó minni hagsmunir í húfi en öryggi borgaranna, sem seint verður metið til fjár," segir ráðherrann.„Nýta á reynsluna af samstarfi og ákvörðunum vegna hátíða um verslunarmannahelgina, þegar hugað er að leiðum til að draga úr óreglu og ólátum í miðborg Reykjavíkur," segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra að lokum í pistli sínum. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Í pistli sem Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ritaði á heimasíðu sinni í gær veltir hann fyrir sér samstarfi mótshaldara og lögreglu um verslunarmannahelgina. Hann segir að reynsluna af því samstarfi og þeim ákvörðunum sem teknar voru, meðal annars á Akureyri, eigi að nýta þegar hugað sé að leiðum til að draga úr óreglu og ólátum í miðborg Reykjavíkur. „Þegar rætt er um atburði verslunarmannahelgarinnar og því velt fyrir sér, hvers vegna allt fór fram á frekar skikkanlegan hátt, má ekki gleyma nánu samstarfi mótshaldara og lögreglu," segir Björn. „Viðbúnaður lögreglu var í samræmi við það, sem menn væntu á hverjum stað og hún vann náið með þeim, sem báru ábyrgð á mannfagnaði víða um land." Hann víkur síðan að því fyrirkomulagi sem viðhaft var á Akureyri, þar sem ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára var meinaður aðgangur að tjaldsvæðum bæjarins og segir hann að sú ákvörðun hafi dregið mjög úr líkum á vandræðum í bænum. „Besta leiðin til að auka næturöryggi í miðborg Reykjavíkur er að kalla alla til ábyrgðar," segir Björn. Hann bætir því við að vegna umræddra ráðstafana á Akureyri hafi ýmsir sagst hafa misst spón úr aski sínum. „Viðleitni til að sporna við hömlulausum veitingarekstri í miðborginni kann að koma við buddu einhvers. Þar eru þó minni hagsmunir í húfi en öryggi borgaranna, sem seint verður metið til fjár," segir ráðherrann.„Nýta á reynsluna af samstarfi og ákvörðunum vegna hátíða um verslunarmannahelgina, þegar hugað er að leiðum til að draga úr óreglu og ólátum í miðborg Reykjavíkur," segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra að lokum í pistli sínum.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira