Innlent

Hundrað ára saga samkynhneigðra í gönguferð um Reykjavík

Sighvatur Jónsson skrifar

Hundrað ára saga samkynhneigðra í Reykjavík er meðal þess sem má kynna sér á Hinsegin dögum, sem hefjast á morgun.

Skoðaðu innslagið til að sjá gönguferð Sighvats Jónssonar um sögufrægar slóðir samkynhneigðra í Reykjavík, með Felix Bergssyni, leikara, og Baldri Þórhallssyni, stjórnmálafræðingi. Þeir ræða meðal annars um eina Íslendinginn sem hefur setið inni fyrir samkynhneigð, og um dagbækur skólapilta frá 19. öld um kynhneigð sína.

Það kostar 1.000 krónur að taka þátt í göngunni. Gengið verður frá Ingólfstorgi á morgun fimmtudag klukkan 20, og verður leiðsögn á íslensku. Önnur ganga verður farin á föstudag klukkan 17, og verður leiðsögn þá á ensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×