Lífið

Kóngur og drottning krýnd

Blær fær koss
Blær fær koss MYND/Valli

Þorsteinn Jóhannesson, öðru nafni Blær, bar sigur úr bítum í hinni árlegu dragkeppni Íslands sem haldin var í Loftkastalanum í gær. Hann segir æðislegt að landa loksins sigrinum en hann er búinn að keppa tvisvar áður. Í bæði skiptin lenti hann í öðru sæti.

Blær segir atriðið hafa verið svona "Typical dragatriði." Hann var skreyttur gullflögum og umkringdur dönsurum. Hann mun síðan taka atriðið aftur á NASA á laugardagskvöld.

Keppnin markar upphafið á Gay pride hátíðinni en hún verður formlega sett í Loftkastalanum á morgun. Þetta er í 10 skipti sem hún er haldin og voru um 450 manns á staðnum í gær.

HeródesMYND/Valli

Ylfa Lind Gylfadóttir fyrrverandi Idol-stjarna var síðan valin dragkóngur Íslands. Hún kom fram sem kyntrylltur Heródes og söng lag úr söngleiknum Jesus Christ Superstar.

Ylfa Lind hafði leikið hlutverk Heródesar í uppsetningu hjá leikfélagi Hveragerðis í vetur og fannst tilvalið að nota það í keppnini. Hún vinnur nú hörðum höndum að því að skreyta kerrur fyrir Gaypride gönguna á laugardaginn og þar verður hægt að berja hinn nýkrýnda dragkóng augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×