Slóst um byssu við vopnaða ræningja 10. ágúst 2007 05:15 Íslendingarnir voru á leið heim rétt eftir miðnætti þegar þeir urðu fyrir árásinni. nordicphotos/getty „Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, en hann var að beina byssunni að okkur og ég greip í byssuna og reyndi að taka hana af honum,“ segir Einar Hjörvar Benediktsson, sem varð fyrir árás vopnaðra ræningja ásamt tveimur vinum sínum í Manhattan-hverfi í New York-borg aðfaranótt miðvikudags. „Þeir voru æstir og öskruðu þetta oft, „láttu mig hafa peningana, láttu mig hafa helvítis peningana!“,“ segir Trausti Þorgeirsson, en hann og Magnús Heiðar Björnsson flugu frá Íslandi til að heimsækja Einar, sem vinnur hjá eignastýringafyrirtæki á Wall Street. Kvöldið sem þeir lentu urðu þeir fyrir árásinni. „Við vorum að ganga í gegnum einhvern garð, þetta var kannski ekki í öruggasta hverfinu,“ segir Trausti. „Þá komu tveir blökkumenn, líklega um átján ára, og skipuðu okkur að láta sig hafa peninga.“ Annar unglinganna hélt á skammbyssu og otaði henni að Íslendingunum. Trausti segir að þeir hafi verið æstir og krafið þá um „helvítis peningana“ (e. the fucking money). „Maggi rétti þeim veskið sitt og sýndi að það var enginn peningur í því,“ segir Trausti. „Þá ætluðu þeir að fá veskið hjá Einari, en hann stökk á byssuna og þeir fóru að fljúgast á.“ Einar segist hafa verið pirraður. „Ég var alveg klár á að þetta væri platbyssa, en eftir á að hyggja held ég að þetta hafi verið alvöru byssa,“ segir hann. Einar náði byssunni af ræningjanum. „Svo af einhverri ástæðu rétti ég honum byssuna til baka,“ segir Einar. „Ég sé dálítið eftir því. Ég held að hann hafi orðið hissa, haldið að ég væri alveg snargeðveikur, þannig að þeir hlupu burt.“ Ræningjarnir tóku byssuna með sér og ekki var hleypt af. Veski Magnúsar skildu þeir eftir. „Þetta var svo mikið adrenalínkikk, en svo varð ég skíthræddur, eftir á að hyggja,“ segir Einar. Eftir að ræningjarnir voru flúnir héldu þremenningarnir áfram för sinni. Þeir tilkynntu lögreglu ekki um atvikið. „Það varð enginn skaði, þannig að það var óþarfi,“ segir Trausti. Magnús og Trausti verða í New York í viku enn. Ferðin hefur verið róleg fyrir utan árásina og slæmt veður, að sögn Trausta. Þeir höfðu búist við sumarveðri. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
„Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, en hann var að beina byssunni að okkur og ég greip í byssuna og reyndi að taka hana af honum,“ segir Einar Hjörvar Benediktsson, sem varð fyrir árás vopnaðra ræningja ásamt tveimur vinum sínum í Manhattan-hverfi í New York-borg aðfaranótt miðvikudags. „Þeir voru æstir og öskruðu þetta oft, „láttu mig hafa peningana, láttu mig hafa helvítis peningana!“,“ segir Trausti Þorgeirsson, en hann og Magnús Heiðar Björnsson flugu frá Íslandi til að heimsækja Einar, sem vinnur hjá eignastýringafyrirtæki á Wall Street. Kvöldið sem þeir lentu urðu þeir fyrir árásinni. „Við vorum að ganga í gegnum einhvern garð, þetta var kannski ekki í öruggasta hverfinu,“ segir Trausti. „Þá komu tveir blökkumenn, líklega um átján ára, og skipuðu okkur að láta sig hafa peninga.“ Annar unglinganna hélt á skammbyssu og otaði henni að Íslendingunum. Trausti segir að þeir hafi verið æstir og krafið þá um „helvítis peningana“ (e. the fucking money). „Maggi rétti þeim veskið sitt og sýndi að það var enginn peningur í því,“ segir Trausti. „Þá ætluðu þeir að fá veskið hjá Einari, en hann stökk á byssuna og þeir fóru að fljúgast á.“ Einar segist hafa verið pirraður. „Ég var alveg klár á að þetta væri platbyssa, en eftir á að hyggja held ég að þetta hafi verið alvöru byssa,“ segir hann. Einar náði byssunni af ræningjanum. „Svo af einhverri ástæðu rétti ég honum byssuna til baka,“ segir Einar. „Ég sé dálítið eftir því. Ég held að hann hafi orðið hissa, haldið að ég væri alveg snargeðveikur, þannig að þeir hlupu burt.“ Ræningjarnir tóku byssuna með sér og ekki var hleypt af. Veski Magnúsar skildu þeir eftir. „Þetta var svo mikið adrenalínkikk, en svo varð ég skíthræddur, eftir á að hyggja,“ segir Einar. Eftir að ræningjarnir voru flúnir héldu þremenningarnir áfram för sinni. Þeir tilkynntu lögreglu ekki um atvikið. „Það varð enginn skaði, þannig að það var óþarfi,“ segir Trausti. Magnús og Trausti verða í New York í viku enn. Ferðin hefur verið róleg fyrir utan árásina og slæmt veður, að sögn Trausta. Þeir höfðu búist við sumarveðri.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira