Eiginmaðurinn fluttur 214 km í burtu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 18:45 Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Tæplega sjötug kona í Hveragerði þarf að keyra í heila fimm klukkutíma þegar hún heimsækir mann sinn á sjúkrahúsi á Kirkjubæjarklaustri. Plássleysi á sjúkrahúsinu á Selfossi er um að kenna, en lækningarforstjóri segir um neyðarúrræði að ræða. Alda Kristjánsdóttir og Ástmundur Höskuldsson hafa haldið heimili í Hveragerði í rúm 30 ár. Aðstæður þeirra breyttust töluvert fyrir þremur árum þegar Ástmundur veiktist. Síðastliðið sumar fékk hann lungnabólgu í kjölfar heilablæðingar var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann fékk svo aðra blæðingu og hafnaði í hjólastól. Þar var hann í þrjá mánuði áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Klaustri vegna plássleysis. Alda keyrir innanbæjar og til nágrannabyggðanna eins og Selfoss, en treystir sér ekki til að keyra alla leið til Kirkjubæjarklausturs. Aksturinn þangað tekur tvær og hálfa klukkustund aðra leiðina og vegalengdin frá Hveragerði er 214 kílómetrar. Vinir og ættingjar keyra Öldu því í heimsókn til bónda síns. Frá því Ástmundur var fluttur á Klaustur í september í fyrra hefur Alda einungis getað heimsótt hann um það bil einu sinni í mánuði. Það finnst henni að vonum ófært og undrast að ekki skuli vera betri úrræði í þessum málum á svæðinu. Óskar Reykdalsson lækningarforstjóri Sjúkrahússins á Selfossi segir um algjört neyðarúrræði að ræða. Venjulega sé fólk sent þangað sem það hefur einhverja félagslega tengingu, en í einstaka tilfellum sé það ekki. Þá sé alltaf haft samráð við ættingja. Alda segir hjónin ekki hafa nein tengsl við Kirkjubæjarklaustur. Strax daginn eftir að samband var haft við hana hafi hún skipt um skoðun og reynt að stöðva flutninginn, en þá var þegar búið að flytja Ástmund á Klaustur. Tilraunir hennar og ættingjanna til að fá hann fluttan nær Hveragerði hafa verið árangurslausar. Í dag er hann á biðlistum á nokkrum stöðum meðal annars á sjúkradeild elliheimilisins í Hveragerði. Nú er verið að byggja við Sjúkrahúsið á Selfossi og mun þá hjúkrunarrýmum fjölga um 16. Þó er ekki víst að Ástmundur fái inni þar en hann er meðal umsækjenda sem sækjast eftir nýju plássunum.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira