Innlent

Bíll og bátur á hvern Grímseying í stað ferjuklúðursins

Reikna má út að hægt hafi verið að kaupa Sómabát og bíl fyrir hvern Grímseying fyrir þær 500 milljónir sem farsinn um hina nýju Grímseyjarferju, mun kosta ríkissjóð á endanum.

Íbúar í Grímsey eru nú rétt tæplega 100 talsins. Eins og kunnugt er af fréttum mun hin nýja Grímseyjarferja kosta ríkissjóð um 500 milljónir fullkláruð. Ef stjórnvöld hefðu í staðinn einfaldlega borgað hverjum eyjaskeggja 5 milljónir kr. hefði viðkomandi auðveldlega getað keypt sér góðan Sómabát og nýjan bíl fyrir þá upphæð.

Að sögn kunnugra er hægt að kaupa Sóma 800 bát í toppstandi fyrir um 3,5 milljónir kr. í dag (án kvóta). Og hægt er að kaupa nýjan Toyota Aygo fyrir um milljón kr. í dag svo dæmi sé tekið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×